Hópuðust saman við heimili samnemanda og ætluðu að taka lögin í sínar hendur Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. nóvember 2021 19:07 Lögregla var kölluð að heimilinu klukkan um 20 mínútur í tíu í gærkvöldi. vísir/tumi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að heimili í Garðabæ í gærkvöldi en stór hópur krakka hafði safnast saman fyrir utan það og haft í hótunum við heimilisfólkið. Aðstoðaryfirlögregluþjónn gerir ráð fyrir að heimilisfólkið leggi inn kærur á morgun og að málið verði í framhaldi unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, enda séu krakkarnir ósakhæfir. „Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“ Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Þetta mál varðar hótanir frá ólögráða einstaklingum sem eru þarna að veitast að fólkinu sem býr í húsinu út af einhverju myndskeiði á TikTok sem er síðan sagður vera tilbúningur,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við Vísi. Krakkarnir eru á unglingastigi og voru komnir ansi margir saman fyrir utan heimili fólksins í gær, jafnvel einhverjir tugir krakka. Ásakanir á samfélagsmiðlum Umrætt myndband tengist 13 ára samnemanda krakkanna en hann er þar sakaður um alvarlegt athæfi. Skólastjórinn sendi foreldrum póst í dag þar sem málið var rætt og foreldrar eindregið hvattir til að ræða við börn sín um alvarleika þess að taka þátt í árásum, ofbeldi og hótunum á hendur öðru barni. Í pósti skólastjórans er málið rakið og talað um að nemandinn hafi verið sakaður um alvarlegt athæfi á samfélagsmiðlum. Ásakanirnar hafi síðan undið upp á sig alla vikuna. Í kjölfarið hafi skemmdarverk verið unnin á skáp nemandans og námsgögnum og loks á heimili hans. Myndir hafi verið birtar af heimilinu á samfélagsmiðlum ásamt nöfnum og símanúmerum hans og foreldra hans. Í gærkvöldi hafi síðan nokkrir tugir krakka safnast saman fyrir utan heimilið og símhringingum og skilaboðum tók að rigna inn til heimilismanna þar sem nemandanum var meðal annars hótað lífláti og hvattur til að drepa sig. Svona virkar réttarkerfið ekki „Það var mikið áreiti þarna í gær og símarnir hjá fólkinu hringdu allir látlaust,“ segir Skúli. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.vísir/vilhelm Málið sé viðkvæmt enda um ólögráða einstaklinga að ræða þar. Sakhæfisaldur á Íslandi er þó 15 ára og þeir sem brjóta af sér á þeim aldri lúti sömu lögmálum og fullorðnir þegar kemur að kærum og lögreglurannsókn. Þegar um yngri einstaklinga sé að ræða verði að vinna slík mál í nánu samstarfi við barnaverndaryfirvöld. „Við gerum ráð fyrir því að íbúarnir þarna komi til okkar í fyrramálið og leggi fram kærur vegna málsins. Síðan, eins og gefur að skilja, þegar við erum að tala um svona ósakhæfa grunnskólakrakka þá er þetta orðið flókið og við verðum að vinna það með barnaverndaryfirvöldum,“ segir Skúli. Honum sýnist sem þarna hafi einhver umræða á samfélagsmiðlum farið gjörsamlega úr böndunum hjá krökkunum. „Svo virðist sem þarna ætli þau að fara að taka málin í sínar hendur og afgreiða eitthvað vegna einhverra ásakana sem hafa farið af stað. En svoleiðis virkar okkar réttarkerfi bara alls ekki og mikilvægt að þau skilji það.“
Lögreglumál Garðabær Grunnskólar Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira