Óháðir aðilar hafi hreinsað bæjarstjórann af eineltisásökunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2021 19:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir endanlega og afdráttarlausa niðurstöðu óháðra og löggildra fagaðila liggja fyrir, um að ásakanir hafnsögumanns í Vestmannaeyjum á hendur henni um einelti hafi ekki átt við rök að styðjast. Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli. Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Íris birtir á Facebook síðu sinni nú síðdegis. „Nú liggur fyrir endanleg og afdráttarlaus niðurstaða óháðra og löggiltra fagaðila þess efnis að ásakanir um að ég hafi beitt tiltekinn einstakling einelti hafi ekki átt við nein rök að styðjast. Staðhæfingar viðkomandi um einelti fái enga stoð í gögnum málsins eða því sem fram hafi komið hjá vitnum,“ skrifar bæjarstjórinn. Þá segir hún að þegar ásakanirnar hafi komið fram í sumar, hafi verið tekin ákvörðun um að verða við kröfu viðkomandi starfsmanns um að á vegum Vestmannaeyjabæjar færi ekki fram nein efnisleg meðferð á málinu heldur kallaðir til utanaðkomandi sérfræðingar. „Nú liggur sem sagt niðurstaðan fyrir: ekkert einelti. Ég get ekki sagt að þessi málalok komi mér á óvart en ég er ánægð með að þetta sé nú formlega komið á hreint. Að ég sé saklaus af því sem er jafn fjarri eðli mínu og upplagi og að leggja einhvern í einelti,“ skrifar Íris. Ekki náðist í Írisi við vinnslu þessarar fréttar. Taldi fram hjá sér gengið við ráðningu Forsaga málsins er sú að í ágúst á þessu ári sakaði Andrés Þorsteinn Sigurðsson, yfirhafnsögumaður Vestmannaeyjahafnar, Írisi um einelti og lygar. Hann hafi sótt um starf hafnarstjóra í Vestmannaeyjum en ekki fengið starfið. Andrés taldi Írisi hafa beitt sér fyrir því að annar aðili en hann yrði ráðinn í starfið. Í stað Andrésar var Dóra Björk Gunnarsdóttir ráðin hafnarstjóri en Andrés sagði hana grunnskólakennara með enga reynslu af starfsemi hafnarinnar né störfum við sjávarútveg. Aftur á móti hafi hann yfir fimmtán ára starfsreynslu sem yfirhafnsögumaður ásamt því að hafa gegnt stöðu skrifstofustjóra og séð um daglegan rekstur Vestmannaeyjahafnar. Andrés sagði þá á sínum tíma að ekki yrði hjá því litið að Dóra Björk hafi gegnt trúnaðarstörfum fyrir H-listaframboð Írisar auk þess sem hún hafi verið framkvæmdarstjóri ÍBV þegar Íris var formaður ÍBV og því eðli málsins samkvæmt góð vinátta þeirra á milli.
Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira