Læknafélagið styður lækninn en segir lengd málsmeðferðarinnar bagalega Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 13:05 Stjórnendur Landspítalans funda með landlækni í dag. Vísir/Vilhelm Læknafélag Íslands segist styðja félagsmann sinn, sem grunaður er um alvarlega vanrækslu í starfi sem talin eru hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hins vegar sé óvissa sem fylgi langri málsmeðferð bagaleg fyrir alla. Stjórnendur Landspítalans munu funda með landlækni vegna málsins í dag. Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið. Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Lögregla telur rökstuddan grun um að andlát sex sjúkling Skúla Tómasar Gunnlaugssonar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafi borið að með ótímabærum og saknæmum hætti. Dauðsföll fimm annarra sjúklinga eru til skoðunar hjá lögreglu en Skúli er talinn hafa skráð sjúklinga sína - að tilefnislausu. Læknafélag Íslands gaf ekki kost á viðtali í dag en segist í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu hafa fylgst með framgangi málsins. Félagið styðji félagsmann sem málinu tengist eins og því beri. Þá sé málið í höndum þeirra yfirvalda sem eigi að annast mál sem þessi. Læknafélagið treystir því að niðurstaða fáist í málið sem fyrst en að sú óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla málsaðila. Skúli Tómas lét af störfum hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að athugun hófst á störfum hans í nóvember 2019. Landlæknir skilaði svartri og ítarlegri skýrslu um störf hans, skýrslu sem spannar á fimmta tug blaðsíðna. Í framhaldinu var hann sviptur starfsleyfi sínu. Hann fór þá í endurmenntun og endurhæfingu hjá Landspítala og fékk nýverið takmarkað endurnýjað starfsleyfi. Takmarkað starfsleyfi þýðir að viðkomandi er undir sérstöku eftirliti og getur þýtt að hann fái ekki að sinna ákveðnum sjúklingum og/eða fær ekki að ávísa lyfjum. Fréttastofa hefur hins vegar ekki fengið upplýsingar um hvaða takmarkanir eru á starfsleyfi Skúla. Landspítalinn gat ekki veitt viðtal vegna málsins í dag en segir að umfang brotanna hafi komið í opna skjöldu. Engu að síður var greint frá því í ágúst að sex fjölskyldum hafi verið skipaður réttargæslumaður og í febrúar lá fyrir hin umfangsmikla skýrsla landlæknis. Landlæknir hefur kallað eftir gögnum frá lögreglu og mun funda með stjórnendum Landspítalans í dag, þar sem framhaldið verður ákveðið.
Læknamistök á HSS Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Landspítalinn Tengdar fréttir Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35 Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50 Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Landspítalinn hafði ekki vitneskju um umfang meintra brota Landspítalinn hafði ekki vitneskju um hversu umfangsmikil rannsóknin er á hendur lækninum Skúla Tómasi Gunnlaugssyni, fyrr en fréttir af henni birtust í dag. Skúli Tómas er grunaður um röð alvarlegra mistaka í starfi hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem eiga að hafa leitt til dauðsfalla sjúklinga hans. Hann hefur að undanförnu starfað á Landspítala. 24. nóvember 2021 18:35
Krefjast farbanns yfir lækninum: Fékk nýverið endurnýjað takmarkað starfsleyfi Lögreglan á Suðurnesjum fór fram á farbann yfir fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem grunaður er um röð alvarlegra mistaka í starfi, sem hafi leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings, samkvæmt heimildum fréttastofu. 24. nóvember 2021 11:50
Þrír starfsmenn HSS kærðir fyrir vanrækslu Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök. 23. ágúst 2021 18:35