YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2021 15:16 Ari Steinarsson er framkvæmdastjóri YAY. Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Ráðuneytið fékk sjö milljóna króna sekt. „Það sem einkum vekur furðu er að Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að YAY hafi brotið gegn margvíslegum ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska eftir víðtækum aðgangi að símtækjum notenda, s.s. að dagbókarfærslum o.fl., á fyrstu dögunum eftir að almenningur gat nálgast ferðagjöfina í gegnum smáforritið,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, í yfirlýsingu frá félaginu. Heimildir hafi ekki verið nýttar „Það liggur hins vegar fyrir í gögnum málsins, og óháður öryggisúttektaraðili á vegum Persónuverndar hefur staðfest, að þessar heimildir voru aldrei nýttar. Og aldrei stóð til að nýta þær. Það var því engin vinnsla á þessum upplýsingum sem átti sér stað. Þetta er hins vegar blásið upp og Persónuvernd gerir mikið úr þessari fræðilegu vinnslu sem á sér engan stoð í raunveruleikanum. Persónuvernd virðist þó eitthvað vera að vandræðast með þetta og ákveður að sekta ekki fyrir þessi brot þar sem þetta sé óljóst. Með almennum rökstuðningi kemst Persónuvernd hins vegar að þeirri niðurstöðu að sekta skuli YAY um 4 milljónir þar sem öryggi hafi verið ábótavant,“ segir Ari. Ekkert í málinu bendi til þess að skort hafi á öryggi þeirra upplýsinga sem unnið var með af hálfu ráðuneytisins. Ráðuneytið hafi látið framkvæma sérstaka úttekt á öryggismálum félagsins áður en farið var af stað í verkefnið. „Það er mitt mat að þessi rökstuðningur Persónuverndar sé ekki sannfærandi og réttlæti ekki svo háa sekt gagnvart YAY. Þetta er því niðurstaða sem erfitt er fyrir félagið að una við og allar líkur á því að við munum taka þetta lengra,“ segir Ari ennfremur. Öll helstu ákvæði brotin Ráðuneytið minnti fyrr í dag á að enginn hefði orðið fyrir tjóni vegna vinnslunnar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var afdráttarlaus í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við. Stafræn þróun Persónuvernd Stjórnsýsla Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og fyrirtækið YAY brutu flest mikilvægustu ákvæði persónuverndarlaga á alvarlegan hátt í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda að sögn forstjóra Persónuverndar. Ráðuneytið fékk sjö milljóna króna sekt. „Það sem einkum vekur furðu er að Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að YAY hafi brotið gegn margvíslegum ákvæðum persónuverndarlaga með því að óska eftir víðtækum aðgangi að símtækjum notenda, s.s. að dagbókarfærslum o.fl., á fyrstu dögunum eftir að almenningur gat nálgast ferðagjöfina í gegnum smáforritið,“ segir Ari Steinarsson, framkvæmdastjóri YAY, í yfirlýsingu frá félaginu. Heimildir hafi ekki verið nýttar „Það liggur hins vegar fyrir í gögnum málsins, og óháður öryggisúttektaraðili á vegum Persónuverndar hefur staðfest, að þessar heimildir voru aldrei nýttar. Og aldrei stóð til að nýta þær. Það var því engin vinnsla á þessum upplýsingum sem átti sér stað. Þetta er hins vegar blásið upp og Persónuvernd gerir mikið úr þessari fræðilegu vinnslu sem á sér engan stoð í raunveruleikanum. Persónuvernd virðist þó eitthvað vera að vandræðast með þetta og ákveður að sekta ekki fyrir þessi brot þar sem þetta sé óljóst. Með almennum rökstuðningi kemst Persónuvernd hins vegar að þeirri niðurstöðu að sekta skuli YAY um 4 milljónir þar sem öryggi hafi verið ábótavant,“ segir Ari. Ekkert í málinu bendi til þess að skort hafi á öryggi þeirra upplýsinga sem unnið var með af hálfu ráðuneytisins. Ráðuneytið hafi látið framkvæma sérstaka úttekt á öryggismálum félagsins áður en farið var af stað í verkefnið. „Það er mitt mat að þessi rökstuðningur Persónuverndar sé ekki sannfærandi og réttlæti ekki svo háa sekt gagnvart YAY. Þetta er því niðurstaða sem erfitt er fyrir félagið að una við og allar líkur á því að við munum taka þetta lengra,“ segir Ari ennfremur. Öll helstu ákvæði brotin Ráðuneytið minnti fyrr í dag á að enginn hefði orðið fyrir tjóni vegna vinnslunnar. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, var afdráttarlaus í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Öll helstu ákvæði voru brotin. Það er nú bara þannig,“ segir hún. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill „Það má enginn vinna persónuupplýsingar án þess hafa til þess heimild. Til þess að byrja með fór ráðuneytið af stað áður en lagaheimild sem heimilaði vinnuna var búin að taka gildi. Þá voru líka meginreglurnar brotnar. Það sem við tölum um sem gagnsæi og fræðslu. Þannig að einstaklingar viti hvað þeir eru að samþykkja. Öryggi persónuupplýsinga var ekki heldur til staðar. Þannig að viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir, til að tryggja öryggi upplýsinga sem þarna voru undir, voru ekki til staðar. Það var ekki búið að aðlaga og móta stillingar á þessu smáforriti og það var ekki gerður vinnslusamningur,“ segir Helga og bætir við að notendum hafi einnig verið gert að samþykkja skilmála sem ekki áttu við.
Stafræn þróun Persónuvernd Stjórnsýsla Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira