Dagurinn snúist um að njóta með fjölskyldunni og vera þakklátur Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. nóvember 2021 23:00 Justin og Guðrún ásamt foreldrum þeirra beggja og tveimur dætrum. Vísir/Egill Þakkargjörðarhátíðin var haldin hátíðleg í dag og á morgun taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni sem fylgir Svörtum föstudegi. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin. Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Svartur föstudagur fer fram á morgun og taka verslanir víða um land þátt í afsláttargleðinni. Um er að ræða einn stærsta verslunardag ársins og nýtur hann sífellt meiri vinsælda hér á landi. Dagurinn fer fram ár degi eftir þakkargjörðarhátíðina sem haldin er hátíðleg í Bandaríkjunum fjórða fimmtudag nóvembermánaðar ár hvert. Bandaríska verslunarhefðin hefur á undanförnum árum verið tekin upp í ýmsum löndum, þar á meðal á Íslandi. Þó nokkrar verslanir hafa tekið forskot á sæluna og byrjað að bjóða upp á tilboð fyrr í vikunni og halda jafnvel áfram fram yfir helgina. Hver verslunin á fætur annarri keppist nú við að laða fólk til sín og því hafa viðskiptavinir úr nægu að velja. Þrátt fyrir að Svartur föstudagur, og Stafrænn mánudagur sem fylgir eftir helgina, sé áberandi hér á landi virðast Íslendingar halda minna upp á Þakkargjörðarhátíðina sjálfa, sem tengist verslunardeginum órjúfanlegum böndum. Með árunum virðast þó fleiri vera meðvitaðir um hátíðina og er boðið upp á hátíðarkalkún víða í tilefni dagsins. Þá halda einhverjar fjölskyldur boð þar sem alls kyns kræsingar eru á boðstólum og er þar haldið meira í hefðirnar. Fara hringinn og segja hvað þau eru þakklát fyrir Justin Shouse og Guðrún Edda Sveinbjörnsdóttir eru meðal þeirra sem halda daginn hátíðlegan ár hvert en Justin er sjálfur frá Bandaríkjunum og þekkir því vel til hefðarinnar. Foreldrar hans náðu að fagna hátíðinni með fjölskyldunni en að sögn Justins er móðir hans aðalkokkurinn. Fjölskyldan tjaldaði öllu til í tilefni dagsins. Vísir/Egill „Við erum með kalkún, skinku, gular baunir og ostakartöflur, sem eru mjög mikilvægar fyrir okkar fjölskyldu, sæt kartöflumús, og mikil sósa, alltaf mikil sósa,“ segja Justin og Guðrún um hátíðarmatseðilinn þetta árið en þar að auki var að finna svokölluð djöflaegg, trönuberjasultu og eplasósu á boðstólum. Justin hefur ávalt haldið upp á Þakkargjörðina og gerir það yfirleitt með foreldrum sínum en þau náðu því ekki í fyrra og því tvöföld hátíð hjá þeim þetta árið. Íslendingar þekkja eflaust til Þakkargjörðarhátíðarinnar úr bíómyndum en þar má oftast sjá fólk fara hringinn áður en borðhald hefst til að fara yfir það sem hver og einn er þakklátur fyrir auk þess sem farið er með bæn. Að sögn Justins náðu kvikmyndirnar því rétt og er það einmitt þannig sem máltíðin hefst hjá fjölskyldunni. „Hjá okkur snýst þetta um fjölskyldu og góðan mat, vinir að koma saman og borða saman, bara að njóta dagsins, hafa gaman, og vera þakklátur. Það er bara mjög gaman að fagna því,“ segir Justin.
Matur Bandaríkin Verslun Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira