Þetta kemur fram í dómi áfrýjunardómstóls í Los Angeles sem féll í gær og Viðskiptablaðið greinir frá.
Málflutningur fór fram í Los Angeles fyrr í mánuðinum, en Jóhann stefndi á sínum tíma Løvland og tónlistarrisunum vegna líkinda Saknaðar, lags Jóhanns, og You Raise Me Up, lags Norðmannsins Rolf Løvland sem naut gríðarlegra vinsælda í flutningi Josh Groban, þar sem Jóhann vildi meina að um lagastuld væri að ræða.
Málinu var vísað frá dómstigi í Los Angeles á síðasta ári en bæði Jóhann og andstæðingar hans áfrýjuðu málinu til áfrýjunardómstóls.
Í dómnum kemur fram að Jóhanni hafi ekki tekist að hrekja sérfræðigreiningu Dr. Lawrence Ferrara, vitnis stefnda í málinu, með sannfærandi hætti, en Ferrera taldi ekki mikil líkindi vera með lögunum tveimur. .
Dómurinn taldi hins vegar að Jóhann ætti ekki að greiða lögmannskostnað varnaraðila í málinu – rúmar 40 milljónir króna – þar sem málarekstur Jóhanns hafi ekki verið metin óréttmæt.
Lagið Söknuður kom út árið 1977 en You Raise Me Up árið 2001.