Stjórnarandstaðan kallar fjárlagafrumvarpið bráðabirgðafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2021 19:21 Stjórnarandstaðan reiknar með að ráðherrar ríkisstjórnarinnar muni leggja fram fjölmargar breytingar á nýframkomnu fjárlagafrumvarpi og því sé frumvarið eins konar bráðabirgðafrumvarp. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05
Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20