Þetta staðfestir Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu.
Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um heimilið og rætt við fólk sem hefur sagt frá hræðilegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem það varð fyrir á heimilinu á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar.
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 21. nóvember síðastliðinn.