Íslendingar Evrópumeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 16:30 Ísland er Evrópumeistari! Stefán Pálsson Kvennalið Íslands vann til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Guimaeres í Portúgal í dag. Íslendingar rufu þar með einokun Svía á gullverðlaununum á EM en sænska liðið hafði orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Ísland og Svíþjóð fengu jafn háa heildareinkunn, 57.250, en Íslendingar unnu fleiri áhöld; dans og trampolín. Íslensku stelpurnar fagna vel heppnaðri stökkseríu.stefán pálsson Íslendingar hófu leik á trampólíni. Íslenska liðið sýndi sínar bestu hliðar og allt ætlaði um koll að keyra þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir framkvæmdi súperstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Ísland fékk 17.750 í einkunn fyrir trampólínið, 1.5 hærri en í undankeppninni. Í 2. umferðinni fóru Svíar á dýnu og fengu aftur frábæra einkunn, 18.750, og eftir það varð ljóst að allt þyrfti að ganga upp hjá Íslendingum til að ná gullinu. Íslenska liðið glansaði í dansinum og fékk stórkostlega einkunn fyrir hann, 22.300, eða 1.6 meira en í undankeppninni. Kolbrún Þöll Þorradóttir faðmar móður sína eftir að úrslitin lágu fyrir.stefán pálsson Síðasta áhald Svíanna var trampólín og þrátt fyrir nokkur föll fengu þeir 16.600 í einkunn. Það þýddi að Íslendingar þurftu að fá 17.200 á sínu lokaáhaldi, dýnu, til að komast upp fyrir Svía. Stökkin gengu vel fyrir sig og þá var bara að bíða eftir lokaeinkunninni. Og sú bið var óbærileg. En fagnaðarlætin sem brutust út þegar Íslendingar sigu fyrst upp að hlið Svía og upp fyrir þá voru ósvikin. Fimleikar EM í hópfimleikum Íslendingar erlendis Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Íslendingar rufu þar með einokun Svía á gullverðlaununum á EM en sænska liðið hafði orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Ísland og Svíþjóð fengu jafn háa heildareinkunn, 57.250, en Íslendingar unnu fleiri áhöld; dans og trampolín. Íslensku stelpurnar fagna vel heppnaðri stökkseríu.stefán pálsson Íslendingar hófu leik á trampólíni. Íslenska liðið sýndi sínar bestu hliðar og allt ætlaði um koll að keyra þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir framkvæmdi súperstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Ísland fékk 17.750 í einkunn fyrir trampólínið, 1.5 hærri en í undankeppninni. Í 2. umferðinni fóru Svíar á dýnu og fengu aftur frábæra einkunn, 18.750, og eftir það varð ljóst að allt þyrfti að ganga upp hjá Íslendingum til að ná gullinu. Íslenska liðið glansaði í dansinum og fékk stórkostlega einkunn fyrir hann, 22.300, eða 1.6 meira en í undankeppninni. Kolbrún Þöll Þorradóttir faðmar móður sína eftir að úrslitin lágu fyrir.stefán pálsson Síðasta áhald Svíanna var trampólín og þrátt fyrir nokkur föll fengu þeir 16.600 í einkunn. Það þýddi að Íslendingar þurftu að fá 17.200 á sínu lokaáhaldi, dýnu, til að komast upp fyrir Svía. Stökkin gengu vel fyrir sig og þá var bara að bíða eftir lokaeinkunninni. Og sú bið var óbærileg. En fagnaðarlætin sem brutust út þegar Íslendingar sigu fyrst upp að hlið Svía og upp fyrir þá voru ósvikin.
Fimleikar EM í hópfimleikum Íslendingar erlendis Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira