Ekkert spurt um aðbúnað dýra í útlöndum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2021 13:16 Mjög strangar aðbúnaðarreglugerðir eru á Íslandi varðandi aðbúnað þeirra skepna, sem bændur eiga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtakanna segir íslenska neytendur ekki hafa hugmynd um hvernig farið er með þau dýr í útlöndum og við hvernig aðbúnað þau lifa þegar kjöt af gripunum eru flutt inn til Íslands. Hann krefst þess að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla eins og gert er til innlendrar matvælaframleiðslu þegar aðbúnaðarreglugerð dýra er annars vegar. Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar. Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Bændur á Íslandi þurfa að uppfylla ákveðna aðbúnaðarreglugerð, sem fjallar um hvernig aðbúnaði dýra á bænum skuli háttað. Í reglugerð um velferð nautgripa kemur til dæmis fram að tilgangur reglugerðarinnar sé að tryggja velferð og heilbrigði allra nautgripa með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. Leitast skuli við að nautgripir geti lifað í samræmi við sitt eðlilega atferli eins og framast er kostur. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna er ósáttur við að aðbúnaðarreglugerðir eins og eru í gildi á Íslandi séu ekki í gildi líka í þeim löndum sem flytja inn kjöt til Íslands, þar séu engar kröfur gerðar til bænda um aðbúnað gripa sinna, sem sé fráleitt. „Það sem við erum að amast við er að aðbúnaðarreglugerðin hér heima á Íslandi að hún skuli ekki gilda jafnframt um þau dýr, sem við erum að flytja inn í kjöti til landsins. Má bara framleiða þetta við alls konar aðbúnað út í útlöndum án þess að menn krefjist þess að það sama gildi við þá eins og okkur“, spyr Gunnar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sem vill að sömu reglur gildi um aðbúnað dýra á Íslandi og í útlöndum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir að hljóð og mynd fari ekki saman í málinu. „Nei, nei, það er sko langt því frá. Eins og ég hef sagt, það er gríðarlega erfitt að spila handboltaleik á móti landsliði Hollands með hendurnar bundnar fyrir aftan bak ef þeir mega vera með fríar hendur,“ segir Gunnar. Þannig að við höfum ekki hugmynd um það hvernig dýrin hafa það sem eru flutt hingað inn, kjötið af þeim ? „Nei, það er ekkert spurt að því. Við viljum bara gera sömu kröfu til innfluttra matvæla eins og við gerum til innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir Gunnar.
Landbúnaður Dýraheilbrigði Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira