Skora á Katrínu að víkja Jóni úr ráðuneytinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 11:53 Jón Gunnarsson tók við innanríkisráðuneytinu af flokkssystur sinni Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Vísir/Vilhelm Rúmlega 1500 hafa skrifað undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að víkja Jóni Gunnarssyni úr embætti innanríkisráðherra. Nýstofnaður Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu stendur fyrir undirskriftarsöfnuninni og telja ekki von á nauðsynlegum úrbótum í kerfinu með hann í brúnni. Jón var skipaður dómsmálaráðherra til átján mánaða á dögunum en þá stendur til að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, taki við keflinu. Berglind Þórsteinsdóttir stofnaði baráttuhópinn gegn ofbeldismenningu í október. „Eftir að hafa séð tekin skref sl. ár í dómsmálaráðuneytinu til að bæta kerfið fyrir þolendur ofbeldis er sorglegt að sjá nýja ríkisstjórn skipa mann eins og Jón Gunnarsson í sæti dómsmálaráðherra. Mann sem hefur stutt s.k. tálmunar/fangelsisfrumvarp. Jón Gunnarsson hefur sýnt hug sinn til kvenfrelsis og sínar fornfálegu hugmyndir á fleiri vegu í gegnum sína þingmennsku m.a. þegar þungunarrofsfrumvarpið var til umræðu,“ segir Berglind á vef söfnunarinnar. Jón Gunnarsson hefur valið sér aðstoðarmenn sín. Annars vegar Hrein Loftsson lögmann sem aðstoðaði sömuleiðis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hins vegar Brynjar Níelsson, þingmann flokksins undanfarin ár. „Því miður er lítil sem engin von til þess að nauðsynlegar úrbætur verði á þessum tíma. Til að bæta afar gráu ofan á svart þá velur Jón Gunnarsson sér Brynjar Níelsson til aðstoðar. Brynjar sem hleypur til í hvert skipti sem einhver ýtir við eða bara rétt kitlar feðraveldið.“ Berglind segir hópinn reyna að hugga sig við þá staðreynd að Jón verði aðeins átján mánuði í starfi. „Og vonum að ekki náist að gera óbætanlegan skaða á þeim tíma þá vitum við að nú þegar eru þolendur að berjast við kerfið og hafa engan tíma til að bíða eftir úrbótum. Líf þeirra, heilsa og öryggi er nú þegar í hættu.“ Berglind segir hópinn hafa verið stofnaðan að gefnu tilefni. Ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi sé faraldur í samfélaginu og aðför að öryggi og heilsu kvenna. „Þolendum er sagt að kæra en langfest mál eru felld niður áður en þau komast nokkru sinni í dómsal. Þolendur eiga það á hættu að gögn þeirra eru gerð opinber á almennum vettvangi. Við krefjumst framfara sem nást ekki með skipan afturhaldsseggja með kvenfjandsamlegan boðskap sem æðstu yfirmanna dómsmála!“ Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. 2. desember 2021 13:12 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Jón var skipaður dómsmálaráðherra til átján mánaða á dögunum en þá stendur til að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, taki við keflinu. Berglind Þórsteinsdóttir stofnaði baráttuhópinn gegn ofbeldismenningu í október. „Eftir að hafa séð tekin skref sl. ár í dómsmálaráðuneytinu til að bæta kerfið fyrir þolendur ofbeldis er sorglegt að sjá nýja ríkisstjórn skipa mann eins og Jón Gunnarsson í sæti dómsmálaráðherra. Mann sem hefur stutt s.k. tálmunar/fangelsisfrumvarp. Jón Gunnarsson hefur sýnt hug sinn til kvenfrelsis og sínar fornfálegu hugmyndir á fleiri vegu í gegnum sína þingmennsku m.a. þegar þungunarrofsfrumvarpið var til umræðu,“ segir Berglind á vef söfnunarinnar. Jón Gunnarsson hefur valið sér aðstoðarmenn sín. Annars vegar Hrein Loftsson lögmann sem aðstoðaði sömuleiðis Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hins vegar Brynjar Níelsson, þingmann flokksins undanfarin ár. „Því miður er lítil sem engin von til þess að nauðsynlegar úrbætur verði á þessum tíma. Til að bæta afar gráu ofan á svart þá velur Jón Gunnarsson sér Brynjar Níelsson til aðstoðar. Brynjar sem hleypur til í hvert skipti sem einhver ýtir við eða bara rétt kitlar feðraveldið.“ Berglind segir hópinn reyna að hugga sig við þá staðreynd að Jón verði aðeins átján mánuði í starfi. „Og vonum að ekki náist að gera óbætanlegan skaða á þeim tíma þá vitum við að nú þegar eru þolendur að berjast við kerfið og hafa engan tíma til að bíða eftir úrbótum. Líf þeirra, heilsa og öryggi er nú þegar í hættu.“ Berglind segir hópinn hafa verið stofnaðan að gefnu tilefni. Ofbeldi gegn konum og kynbundið ofbeldi sé faraldur í samfélaginu og aðför að öryggi og heilsu kvenna. „Þolendum er sagt að kæra en langfest mál eru felld niður áður en þau komast nokkru sinni í dómsal. Þolendur eiga það á hættu að gögn þeirra eru gerð opinber á almennum vettvangi. Við krefjumst framfara sem nást ekki með skipan afturhaldsseggja með kvenfjandsamlegan boðskap sem æðstu yfirmanna dómsmála!“
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. 2. desember 2021 13:12 Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18 Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. 29. nóvember 2021 08:35 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Bendir Andrési Inga á að til séu lyf við flökurleika Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður, nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar innanríkisráðherra, segir ljóst að ráðherra ætli að láta hendur standa frammúr ermum og vilji því fá reynda aðstoðarmenn. 2. desember 2021 13:12
Brynjar verður aðstoðarmaður innanríkisráðherra Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í innanríkisráðuneytinu samkvæmt heimildum Innherja. Brynjar á að baki langan feril úr lögmennsku. 2. desember 2021 10:18
Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. 29. nóvember 2021 08:35
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent