Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. desember 2021 09:00 Þær Linda og Hrefna hafa hlatt ófá börnin síðustu átján ár sem persónurnar Skoppa og Skrítla. Aðsend Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? Linda: „Ég held að ég sé hvoru tveggja. Ég er er ekki mikið jólabarn eins og Hrefna en ég elska áramótin og nýtt ár og upphaf enda fædd á Nýársdag.“ Hrefna: „Ég gæti aldrei verið neitt nema Elf Elf Elf alla leið. Ég á afmæli í desember og er þar af leiðandi mjög mikið jólabarn. Þá meina ég pínu ýkt mikið jólabarn.“ „Ég gæti gengið um með krúttleg hreindýrahorn á hausnum allan desember ef ekki væri fyrir fólkið mitt sem fyndist nóg um.“ „Undirbúningurinn á mínu heimili byrjar strax 1. nóvember og stigmagnast með hverjum deginum fram að jólum. Ég er hins vegar mikill Grinch fyrir áramótunum, þessar sprengjur og hættan í kringum þær finnst mér alveg drepa gleðina.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? Linda: „Jólaundirbúningur hjá mömmu og pabba í Vesturbergi. Jólabakstur þar sem verið var að baka loftkökur og lagtertur, hlusta á jólakveðjur í útvarpinu og þegar jólatréð var skreytt á Þorláksmessu.“ Hrefna: „Sú minning sem skýtur fyrst upp kollinum hjá mér er ekki mjög gömul. Hún tengist jólasýningu Skoppu og Skrítlu sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu fyrir jólin 2013. Öll börnin mín þrjú tóku þátt og ég var svo stolt af þeim og það var svo sérstaklega gaman að mæta saman öll í vinnuna á þessum yndislega aðventutíma þegar allt er svo töfrandi og jólaskreytt og gestirnir svo prúðbúnir og glaðir. Þetta var svo innilegur jólafílingur sem ég hugsa oft til.“ Greint var frá því í vikunni að Linda og Hrefna hefðu ákveðið að leggja litríku búningana á hilluna eftir átján ár sem Skoppa og Skrítla. Þær ætla þó að kveðja vini sína með alvöru danspartýi heima í stofu sem sýnt verður næstu sunnudagsmorgna á Stöð 2. Sjá: Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár Danspartý Skoppu og Skrítlu verður á dagskrá á sunnudagsmorgnum á Stöð 2. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Linda: „Að fá að upplifa jólin í Kaliforníu þar sem við bjuggum í fjögur ár. Jólin voru svo gjörólík jólunum á Íslandi.“ Hrefna: „Ég hugsaði oft sem barn hvað það væri örugglega stórkostlegt að fá hund eða kött í jólapakka undir tréð. Skröltandi pakki undir trénu og geggjuð spenna. Eitthvað sem ég hef örugglega séð í bíómynd. Það varð nú aldrei neitt úr því. En ég átti þó hund þó hann hefði ekki komið frá jólasveininum.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? Linda: „Heimasími frá eiginmanninum.“ Hrefna: „Mest svekkjandi jólagjöfin í barnshuganum kom einu sinni frá gamalli frænku. Við systkinin minnumst þessa gjarnan og hlæjum en þetta voru forláta stuttermabolir í ælugulum lit sem merktir voru einhverju hestamannafélagi. Ekkert smá random. Ég held svei mér að á þessum tímapunkti í lífi okkar höfðum við bara aldrei farið á hestbak svo við tengdum bara alls ekki við þessa gjöf. Við marg mönuðum hvort annað að þora að spyrja frænku hvort þetta hefðu ekki verið mistök eða hún eitthvað ruglast á pökkum. Þetta voru þvílík vonbrigði og ég held að bolirnir hafi endað sem moppur í skúringarfötunni.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? Linda: „Við byrjum jólin snemma hjá okkur eftir að við bjuggum í Bandaríkjunum. Skelltum jólatrénu upp helgina eftir Thanksgiving og reynum á njóta aðventunnar sem mest.“ Hrefna: „Uppáhalds jólahefðin mín er þegar að við stórfjölskyldan hittumst á aðfangadag um hádegið og löbbum saman á leiðin hjá okkar besta fólki. Við kveikjum ljós, syngjum gjarnan og eigum ótrúlega nærandi samveru.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Linda: „Ég bara elska öll lögin á plötunni Nú stendur mikið til með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni. Hún er hrein snilld.“ Hrefna: „Driving home for Christmas með Chris Rea er án efa lagið sem klingir jólabjöllunum fyrir mér. Ég minnist mjög notalegra stunda þegar við hjónin bjuggum í Bandaríkjunum og þurftum að keyra langa vegalengd í desember til að ná vélinni heim til Íslands í jólafríið og alltaf með þetta lag í botni, syngjandi og með mikla heimþrá. Mjög svo sweet.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? Linda: „Elf og þá sérstaklega atriðið þar sem hann er að hengja stjörnuna á jólatréð.“ Hrefna: „Christmas Vacation er besta mynd allra tíma og svo margar góðar minningar tengjast áhorfi á þá mynd. Ég vonaði svo innilega sem barn að fá að leika í svona mynd. Það var bara heitasta óskin. Og ætli það sé ekki bara enn mjög heit ósk. Ég kannski kem þeirri ósk bara hér og nú út í cosmosið.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? Linda: „Ég borða hamborgarhrygg.“ Hrefna: „Ég borða hefðbundinn hamborgarhrygg með karamellukartöflum og waldorf salati.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? Linda: „Það er nú bara einhverja upplifun og samverustund með fjölskyldunni.“ Hrefna: „Ég er búin að óska þess í mörg ár að eignast fánastöng í garðinn minn. Finnst fátt eins heillandi að geta flaggað á stórum stund í lífinu. Kannski þessi ósk rætist loksins.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Linda: „Þegar eiginmaðurinn setur á sig svuntuna.“ Hrefna: „Nýfallin snjór og jólaljós í kyrrðinni.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Linda: „Já að reyna að hitta sem flesta í kakóbolla og kruðeríi, Skella sér á listasýningu og taka góða göngutúra úti í snjónum.“ Hrefna: „Það er nú sérlega gaman að segja frá því að ég verð 50 ára 14. desember nk og það er heldur betur mikil tilhlökkun hjá okkur mæðgum því við eigum afmæli með tveggja daga millibili og ætlum því að halda “risa” covid vænt afmæli fyrir stórfjölskylduna og svo er fullt af minni afmælishittingum með vinahópunum. Extra spennandi jólamánuður í ár.“ Eitthvað annað skemmtilegt sem þú vilt koma á framfæri? Linda: „Til allra sem taka jólaþrifin alla leið… Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið!“ Hrefna: „Svo langar mig bara að minna alla á að lífið er núna, ekki gleyma að brosa, dansa, elska og njóta!“ Jólamolar 2021 Jól Jólamatur Jólalög Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin. 8. desember 2021 10:31 Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00 Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. 9. desember 2021 09:00 Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01 Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jóladagatal Vísis: Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jóladagatal Vísis: Það þarf fólk eins og Má Jól Jóladagatal Vísis: Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? Linda: „Ég held að ég sé hvoru tveggja. Ég er er ekki mikið jólabarn eins og Hrefna en ég elska áramótin og nýtt ár og upphaf enda fædd á Nýársdag.“ Hrefna: „Ég gæti aldrei verið neitt nema Elf Elf Elf alla leið. Ég á afmæli í desember og er þar af leiðandi mjög mikið jólabarn. Þá meina ég pínu ýkt mikið jólabarn.“ „Ég gæti gengið um með krúttleg hreindýrahorn á hausnum allan desember ef ekki væri fyrir fólkið mitt sem fyndist nóg um.“ „Undirbúningurinn á mínu heimili byrjar strax 1. nóvember og stigmagnast með hverjum deginum fram að jólum. Ég er hins vegar mikill Grinch fyrir áramótunum, þessar sprengjur og hættan í kringum þær finnst mér alveg drepa gleðina.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? Linda: „Jólaundirbúningur hjá mömmu og pabba í Vesturbergi. Jólabakstur þar sem verið var að baka loftkökur og lagtertur, hlusta á jólakveðjur í útvarpinu og þegar jólatréð var skreytt á Þorláksmessu.“ Hrefna: „Sú minning sem skýtur fyrst upp kollinum hjá mér er ekki mjög gömul. Hún tengist jólasýningu Skoppu og Skrítlu sem frumsýnd var í Borgarleikhúsinu fyrir jólin 2013. Öll börnin mín þrjú tóku þátt og ég var svo stolt af þeim og það var svo sérstaklega gaman að mæta saman öll í vinnuna á þessum yndislega aðventutíma þegar allt er svo töfrandi og jólaskreytt og gestirnir svo prúðbúnir og glaðir. Þetta var svo innilegur jólafílingur sem ég hugsa oft til.“ Greint var frá því í vikunni að Linda og Hrefna hefðu ákveðið að leggja litríku búningana á hilluna eftir átján ár sem Skoppa og Skrítla. Þær ætla þó að kveðja vini sína með alvöru danspartýi heima í stofu sem sýnt verður næstu sunnudagsmorgna á Stöð 2. Sjá: Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár Danspartý Skoppu og Skrítlu verður á dagskrá á sunnudagsmorgnum á Stöð 2. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Linda: „Að fá að upplifa jólin í Kaliforníu þar sem við bjuggum í fjögur ár. Jólin voru svo gjörólík jólunum á Íslandi.“ Hrefna: „Ég hugsaði oft sem barn hvað það væri örugglega stórkostlegt að fá hund eða kött í jólapakka undir tréð. Skröltandi pakki undir trénu og geggjuð spenna. Eitthvað sem ég hef örugglega séð í bíómynd. Það varð nú aldrei neitt úr því. En ég átti þó hund þó hann hefði ekki komið frá jólasveininum.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? Linda: „Heimasími frá eiginmanninum.“ Hrefna: „Mest svekkjandi jólagjöfin í barnshuganum kom einu sinni frá gamalli frænku. Við systkinin minnumst þessa gjarnan og hlæjum en þetta voru forláta stuttermabolir í ælugulum lit sem merktir voru einhverju hestamannafélagi. Ekkert smá random. Ég held svei mér að á þessum tímapunkti í lífi okkar höfðum við bara aldrei farið á hestbak svo við tengdum bara alls ekki við þessa gjöf. Við marg mönuðum hvort annað að þora að spyrja frænku hvort þetta hefðu ekki verið mistök eða hún eitthvað ruglast á pökkum. Þetta voru þvílík vonbrigði og ég held að bolirnir hafi endað sem moppur í skúringarfötunni.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? Linda: „Við byrjum jólin snemma hjá okkur eftir að við bjuggum í Bandaríkjunum. Skelltum jólatrénu upp helgina eftir Thanksgiving og reynum á njóta aðventunnar sem mest.“ Hrefna: „Uppáhalds jólahefðin mín er þegar að við stórfjölskyldan hittumst á aðfangadag um hádegið og löbbum saman á leiðin hjá okkar besta fólki. Við kveikjum ljós, syngjum gjarnan og eigum ótrúlega nærandi samveru.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Linda: „Ég bara elska öll lögin á plötunni Nú stendur mikið til með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni. Hún er hrein snilld.“ Hrefna: „Driving home for Christmas með Chris Rea er án efa lagið sem klingir jólabjöllunum fyrir mér. Ég minnist mjög notalegra stunda þegar við hjónin bjuggum í Bandaríkjunum og þurftum að keyra langa vegalengd í desember til að ná vélinni heim til Íslands í jólafríið og alltaf með þetta lag í botni, syngjandi og með mikla heimþrá. Mjög svo sweet.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? Linda: „Elf og þá sérstaklega atriðið þar sem hann er að hengja stjörnuna á jólatréð.“ Hrefna: „Christmas Vacation er besta mynd allra tíma og svo margar góðar minningar tengjast áhorfi á þá mynd. Ég vonaði svo innilega sem barn að fá að leika í svona mynd. Það var bara heitasta óskin. Og ætli það sé ekki bara enn mjög heit ósk. Ég kannski kem þeirri ósk bara hér og nú út í cosmosið.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? Linda: „Ég borða hamborgarhrygg.“ Hrefna: „Ég borða hefðbundinn hamborgarhrygg með karamellukartöflum og waldorf salati.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? Linda: „Það er nú bara einhverja upplifun og samverustund með fjölskyldunni.“ Hrefna: „Ég er búin að óska þess í mörg ár að eignast fánastöng í garðinn minn. Finnst fátt eins heillandi að geta flaggað á stórum stund í lífinu. Kannski þessi ósk rætist loksins.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? Linda: „Þegar eiginmaðurinn setur á sig svuntuna.“ Hrefna: „Nýfallin snjór og jólaljós í kyrrðinni.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? Linda: „Já að reyna að hitta sem flesta í kakóbolla og kruðeríi, Skella sér á listasýningu og taka góða göngutúra úti í snjónum.“ Hrefna: „Það er nú sérlega gaman að segja frá því að ég verð 50 ára 14. desember nk og það er heldur betur mikil tilhlökkun hjá okkur mæðgum því við eigum afmæli með tveggja daga millibili og ætlum því að halda “risa” covid vænt afmæli fyrir stórfjölskylduna og svo er fullt af minni afmælishittingum með vinahópunum. Extra spennandi jólamánuður í ár.“ Eitthvað annað skemmtilegt sem þú vilt koma á framfæri? Linda: „Til allra sem taka jólaþrifin alla leið… Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið!“ Hrefna: „Svo langar mig bara að minna alla á að lífið er núna, ekki gleyma að brosa, dansa, elska og njóta!“
Jólamolar 2021 Jól Jólamatur Jólalög Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin. 8. desember 2021 10:31 Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00 Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. 9. desember 2021 09:00 Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01 Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jóladagatal Vísis: Pétur Jóhann girðir niður um sig á Miklubrautinni Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Jóladagatal Vísis: Rúmfastur í tvo daga eftir myndbandsupptökur Jól Jóladagatal Vísis: Það þarf fólk eins og Má Jól Jóladagatal Vísis: Hvolfdi bíl í kjallaranum á Höfðatorgi Jól Fleiri fréttir Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin. 8. desember 2021 10:31
Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00
Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. 9. desember 2021 09:00
Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01
Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01