„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 23:52 Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, er að vonum hæstánægður með opnun fyrir jól. Stöð 2 Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“ Skíðasvæði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“
Skíðasvæði Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira