Verstappen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á lokahring tímabilsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. desember 2021 15:00 Max Verstappen og liðsfélagar hans í Red Bull Honda fögnuðu heimsmeistaratitlinum vel og innilega. Lars Baron/Getty Images Max Verstappen varð í dag heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann hafði betur gegn sjöföldum heimsmeistara Lewis Hamilton í lokakeppni tímabilsins í Abu Dhabi. Verstappen hóf keppni á ráspól og Hamilton annar, en sá síðarnefndi fór betur af stað og tók forystuna. Verstappen þvingaði Hamilton út af brautinni og Bretinn þurfti því að stytta sér leið, en dómarar keppninnar sáu ekkert athugavert og Hamilton hélt forystunni. Eftir að Verstappen og Hamilton höfðu tekið sitt fyrsta þjónustuhlé var liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, fremstur og hann átti stóran þátt í því að Verstappen skildi ná að minnka bilið á Hamilton með frábærum varnarakstri. LAP 21/58Epic stuff at the front as race leader Sergio Perez battles hard to keep Lewis Hamilton frustrated Hamilton eventually gets past to take P1, but his lead over Verstappen is cut to two seconds "Checo is a legend" says Max over team radio #AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/Thc5IPQV09— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hamilton jók þó forskot sitt á Verstappen og útlitið varð svartara með hverjum hringnum fyrir Hollendinginn. Hann gat þó andað léttar þegar stafrænn öryggisbíll var sendur út þegar tæpir tuttugu hringir voru eftir sem gaf honum tækifæri til að skipta um dekk og gera atlögu að Hamilton á ferskum dekkjum. Fyrstu hringina eftir að öryggisbíllinn yfirgaf brautina gekk vel hjá Verstappen að saxa á forskot Hamilton, en þegar um tíu hringir voru eftir var það þó orðið ljóst að erfitt yrði fyrir hann að ná sínum helsta keppinaut. Verstappen fékk þó himnasendingu þegar fjórir hringir voru eftir, en þá lenti Nicolas Latifi í árekstri og aftur þurfti öryggisbíll að koma inn á brautina. Verstappen fékk því annað tækifæri til að skjótast inn á þjónustusvæðið, sækja sér ný dekk, og láta vaða á ný. LAP 54/58 Huge drama as Nicholas Latifi goes into the barriers - he reports that he is okBut the Safety Car comes out and Max Verstappen immediately goes into the pits for some fresh tyres We *could* have a final lap shootout here... WOW#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/j9uUZxGPaW— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Mikil spenna ríkti á lokahringjunum og um tíma leit út fyrir það að Hamilton myndi tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir aftan öryggisbíl. Það mátti því heyra mikil fagnaðarlæti í Abu Dhabi þegar ljóst var að öryggisbíllin var á leið af brautinni þegar einn hringur var eftir. Nýju dekkinn gerðu gæfumuninn fyrir Verstappen sem lét vaða nánast um leið og farið var af stað á ný. Hann tók fram úr Hamilton snemma á lokahringnum og hélt forystunni út kappaksturinn. MAX VERSTAPPEN. WORLD CHAMPION!!!A stunning season by an extraordinary talent#HistoryMade #F1 @Max33Verstappen pic.twitter.com/FxT9W69xJe— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Verstappen á ferlinum, og hann er enn fremur fyrsti Hollendingurinn sem tryggir sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton og lið hans, Mercedes, tryggðu sér heimsmeistaratitil bílasmiða áttunda árið í röð. Formúla Holland Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Sjá meira
Verstappen hóf keppni á ráspól og Hamilton annar, en sá síðarnefndi fór betur af stað og tók forystuna. Verstappen þvingaði Hamilton út af brautinni og Bretinn þurfti því að stytta sér leið, en dómarar keppninnar sáu ekkert athugavert og Hamilton hélt forystunni. Eftir að Verstappen og Hamilton höfðu tekið sitt fyrsta þjónustuhlé var liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, fremstur og hann átti stóran þátt í því að Verstappen skildi ná að minnka bilið á Hamilton með frábærum varnarakstri. LAP 21/58Epic stuff at the front as race leader Sergio Perez battles hard to keep Lewis Hamilton frustrated Hamilton eventually gets past to take P1, but his lead over Verstappen is cut to two seconds "Checo is a legend" says Max over team radio #AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/Thc5IPQV09— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Hamilton jók þó forskot sitt á Verstappen og útlitið varð svartara með hverjum hringnum fyrir Hollendinginn. Hann gat þó andað léttar þegar stafrænn öryggisbíll var sendur út þegar tæpir tuttugu hringir voru eftir sem gaf honum tækifæri til að skipta um dekk og gera atlögu að Hamilton á ferskum dekkjum. Fyrstu hringina eftir að öryggisbíllinn yfirgaf brautina gekk vel hjá Verstappen að saxa á forskot Hamilton, en þegar um tíu hringir voru eftir var það þó orðið ljóst að erfitt yrði fyrir hann að ná sínum helsta keppinaut. Verstappen fékk þó himnasendingu þegar fjórir hringir voru eftir, en þá lenti Nicolas Latifi í árekstri og aftur þurfti öryggisbíll að koma inn á brautina. Verstappen fékk því annað tækifæri til að skjótast inn á þjónustusvæðið, sækja sér ný dekk, og láta vaða á ný. LAP 54/58 Huge drama as Nicholas Latifi goes into the barriers - he reports that he is okBut the Safety Car comes out and Max Verstappen immediately goes into the pits for some fresh tyres We *could* have a final lap shootout here... WOW#AbuDhabiGP 🇦🇪 #F1 pic.twitter.com/j9uUZxGPaW— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Mikil spenna ríkti á lokahringjunum og um tíma leit út fyrir það að Hamilton myndi tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir aftan öryggisbíl. Það mátti því heyra mikil fagnaðarlæti í Abu Dhabi þegar ljóst var að öryggisbíllin var á leið af brautinni þegar einn hringur var eftir. Nýju dekkinn gerðu gæfumuninn fyrir Verstappen sem lét vaða nánast um leið og farið var af stað á ný. Hann tók fram úr Hamilton snemma á lokahringnum og hélt forystunni út kappaksturinn. MAX VERSTAPPEN. WORLD CHAMPION!!!A stunning season by an extraordinary talent#HistoryMade #F1 @Max33Verstappen pic.twitter.com/FxT9W69xJe— Formula 1 (@F1) December 12, 2021 Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill Verstappen á ferlinum, og hann er enn fremur fyrsti Hollendingurinn sem tryggir sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton og lið hans, Mercedes, tryggðu sér heimsmeistaratitil bílasmiða áttunda árið í röð.
Formúla Holland Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Sjá meira