„Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 09:00 Andrea Sif Pétursdóttir verður í gipsi á næstunni eftir að hafa slitið hásin. stöð 2 Lokadagur Evrópumótsins í hópfimleikum var dramatískur í meira lagi fyrir Andreu Sif Pétursdóttur, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Hún sleit hásin en varð Evrópumeistari. Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku. Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Sjá meira
Í næstsíðustu stökkhrinu Íslands á dýnu sleit Andrea hásin, lenti á fjórum fótum og óttaðist að þar með væru möguleikar íslenska liðsins á að vinna til gullverðlauna úr sögunni. En svo reyndist ekki vera. Íslenska liðið fékk jafn háa einkunn og það sænska en stóð uppi sem sigurvegari þar sem það vann fleiri áhöld. Íslendingar höfðu lent í 2. sæti á þremur Evrópumótum í röð á eftir Svíum áður en þeim tókst loks að vinna gullið um þarsíðustu helgi. „Við fórum frekar inn í mótið á gleði. Bjössi [Björn Björnsson] yfirþjálfari kom til okkar á einni æfingunni og sagði að þetta væri smá peningakast; hvort lendir peningurinn hjá ykkur eða Svíþjóð,“ sagði Andrea í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. „Við gerðum tvö áhöld sem gengu mjög vel og mér fannst ég finna smá orku og spennu hjá þjálfurunum þegar við fórum á dýnuna. Það var eins og þeim fyndist við fara að klára þetta. Ég fann það fyrir dýnuna, og við erum margar búnar að tala um það eftir á, að þetta gæti gerst núna.“ Þegar Andrea sleit hásin var hún hrædd um að hún hefði skemmt fyrir íslenska liðinu og möguleikum þess á sigri. „Ég fann að það var eins og það væri slegið aftan á kálfann þegar ég var á leið upp í loftið. Ég kláraði stökkið, ég veit ekki hvernig ég fór að því, lenti á fjórum fótum og fór út af. Þá hugsaði ég: núna fór þetta, þarna klúðraðist þetta,“ sagði Andrea. Áhyggjurnar og sársaukinn hurfu hins vegar eins og dögg fyrir sólu þegar ljóst var að Ísland var orðið Evrópumeistari í fyrsta sinn í níu ár. „Ég hugsaði strax að þetta skipti engu máli,“ sagði Andrea og benti á gipsið á fætinum á sér. „Þessi fótur lagast seinna, ég er allavega búin að vinna þetta núna. Ég er búin að reyna þetta mjög lengi,“ sagði Andrea sem fór upp á verðlaunapall til að taka við verðlaununum sínum áður en hún fór á sjúkrahús. Hún gekkst svo undir aðgerð í síðustu viku.
Fimleikar EM í hópfimleikum Sportpakkinn Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti