Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 19:08 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni. Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Þórhildur Gyða kærði umdælda Facebook-færslu Sigurðar til Lögmannafélags Íslands en í færslunn birti hann myndir úr lögregluskýrslu hennar. Um var að ræða lögregluskýrslu vegna árásar sem hún varð fyrir af hendi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar á skemmtistað haustið 2017. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar mátu Þórhildur Gyða og lögmaður hennar svo að með færslunni hafi Sigurður verið að gæta hagsmuna Kolbeins og KSÍ en hann hefur lengi starfað í nefndum innan knattspyrnusambandsins. Þá sé Sigurður jafnframt í stjórn í Bakarameistarans, sem er í eigu fjölskyldu Kolbeins. Krafðist Þórhildur þess að Sigurður yrði áminntur fyrir skrifin en Sigurður að málinu yrði vísað frá. Þá skrifaði Sigurður í greinagerð sem hann sendi úrskurðarnefndinni að Lögmannafélagið væri skylduaðildafélag og hefði það ekkert boð- eða refsivald yfir honum nema vegna þeirra mála sem hann sinnti sem lögmaður. Félagið gæti ekki heft tjáningarfrelsi hans um málefni líðandi stundar. Auk þess væri hann sjálfboðaliði í þeim nefndum og stjórnum sem hann sæti í, Bakarameistarinn væri til að mynda ekki vinnuveitandi hans eins og segði í kærunni. Segir í úrskurði nefndarinnar að á grundvelli málsgagnanna sem lægju fyrir hafi ekki verið hægt að slá föstu að Sigurður hafi verið í hagsmunagæslu fyrir Kolbein eða KSÍ þegar hann birti skrifin. Jafnframt hafi hann ekki gengt neinni stöðu í sakamálinu sjálfu. Hann teldist því ekki hafa skrifað færsluna í starfi sínu sem lögmaður. Málinu var því vísað frá nefndinni.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd KSÍ Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31 Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Ákall til persónuverndar- og lögregluyfirvalda Eins og flest vita birti Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögfræðingur brot úr lögregluskýrslunum mínum á Facebook síðu sinni fyrir um það bil tveim mánuðum síðan. 18. nóvember 2021 11:31
Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. 24. september 2021 17:18
Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9. september 2021 20:00