Viðreisn undirlögð af veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2021 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar eru bæði smituð af kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þingflokksformaðurinn bíður eftir niðurstöðu úr PCR-prófi en er ekki vongóð um að sleppa. Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Þegar hefur verið greint frá því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður flokksins og Guðbrandur Einarsson þingmaður hafi smitast. Þorgerður finnur aðeins fyrir vægum flensueinkennum. Hún er nú í einangrun í sumarbústað í Ölfusi og verður ein um jólin. „Það var mikið tilhlökkunarefni að við ætluðum að fara öll fjölskyldan bara yfir hájólin til Gísla, miðbarnsins míns, hann er að spila handbolta úti í Magdeburg. Við ætluðum að vera þar öll litla fjölskyldan. En ég vona að þau séu ekki komin með þetta þannig að þau geti farið til hans.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu er allur þingflokkur Samfylkingar kominn í sóttkví. Þá er einn þingmaður Pírata einnig í sóttkví - og ljóst að þingflokkur Viðreisnar verður skipaður varaþingmönnum eftir helgi. „Ég geri mér nú grein fyrir því að það eru sumir andstæðingar okkar sem kætast yfir þessu, að gamla kerlingin sé komin í einangrun, en vitiði til. Það kemur alltaf maður í manns stað,“ segir Þorgerður létt í bragði. Ekki vongóð um að sleppa Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar segist stálslegin í samtali við fréttastofu. Hún fór í PCR-próf í morgun og bíður eftir niðurstöðu. „Ég er ekki sérlega vongóð um að sleppa. Í besta falli er ég komin í sóttkví þannig að þetta verður áhugavert nýtt þinglið sem mætir inn í fjárlagaumræðu eftir helgi. En við erum með öfluga varaþingmenn,“ segir Hanna. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar greindist með veiruna í gær. Hann segir líðanina góða og hann sé í raun ekkert veikur. Hann dvelur nú í farsóttarhúsi. „Þetta er náttúrulega bara alveg hundfúlt og það liggur fyrir að maður verður í einangrun um jólin,“ segir Sigmar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir erfiðast að fá ekki að halda jólin með börnum sínum.Vísir/vilhelm Þá greinir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar frá því á Facebook nú fyrir skömmu að hún hafi greinst með veiruna í gærkvöldi. „Ég er þríbólusett sem vonandi gerir næstu daga bærilega. Þakklát fyrir það. Það er sérstök tilfinning að fá þessa niðurstöðu en erfiðust finnst mér tilhugsunin um að vera ekki með börnunum mínum um jólin. Við finnum út úr því og höldum bara okkar jól saman ögn seinna í ár,“ segir Þorbjörg á Facebook. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Tengdar fréttir Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05 Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. 17. desember 2021 21:05
Þorgerður Katrín smituð af Covid: „Erfiðara að geta ekki verið með mínu allra besta fólki“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, greindist með Covid-19 í dag. Hún er komin í einangrun á Suðurlandi en segist búast við því að þrír skammtar af bóluefnum muni gera næstu daga bærilegri. 17. desember 2021 22:15