„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 14:16 Til vinstri má sjá Alexander á Fossvogsspítala, 12 klukkustundum eftir að Karenína móðir hans talaði við hjúkrunarfræðinginn á Læknavaktinni. Vísir Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. „Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira