Íslensk ull slær í gegn í vinsælum útivistarfatnaði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2021 13:07 Ull af íslensku sauðkindinni er alltaf eftirsóttari og eftirsóttari, sem þýðir að bændur munu vonandi fá hærra verð fyrir ullina. Íslensk ull er heldur betur að slá í gegn á Íslandi og í útlöndum, ekki bara í lopapeysum því nú er hún líka komin í vinsælan útivistarfatnað til einangrunar. Talsmaður sauðfjárbænda segir bændur mjög stolta af vinsældum ullarinnar. Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Magnús Guðmundsson, sauðfjárbóndi í Oddgeirshólum í Flóahreppi er með fallegt fé og það er falleg ull á því, sem verður alltaf verðmætari og verðmætari. Prjónakonur og karlar hafa verið dugleg að prjóna úr ullinni en nú er hún líka komin í útivistarfatnað. Það eru sauðfjárbændur og talsmenn greinarinnar hæst ánægðir með. „Við erum í rauninni að nýta núna ull, sem hefur farið í verðminni vöru í svona hátískunútíma fatnað. Þannig að þetta er skemmtileg þróun og enn ein stoðin undir þessa hágæða vöru, sem ullin er. Bændur eru bara mjög stoltir af því að það sé einhver, sem tekur þetta hágæða hráefni, sem við erum mjög stoltir af og vöndum okkur við að hafa það gott og sýnir þeim þann sóma sem það á skilið,“ segir Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. Unnsteinn Snorrason, verkefnisstjóri sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, segir bændur mjög stolta og ánægða með hvað íslenska ullin nýtur mikilla vinsælda.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er Icewear sem er með nýja útivistarfatnaðinn með íslensku ullinni, sem hefur slegið í gegn hér heima og erlendis með slagorðinu; „Ull verður gull“. „Ég fullyrði það að þetta er besta einangrun, sem ég á ævinni hef kynnst. Ullin fer ekki í köggla eins og dúninn, hún andar og hún er náttúrlega umhverfisvænt, náttúrulegt efni, polyester er náttúrlega bara unnið úr olíu,“ segir Ágúst Þór Eiríksson eigandi og stofnandi Icewear. Ágúst Þór hjá Icewear spjallar hér við Magnús bónda í Oddgeirshólum um íslensku ullina og gæði hennar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ágúst segir að það sé mikill kostur við íslensku ullina að hún sé með tog og þel, sem gerir hana svo létta og þægilega. „Ég spái því að þetta verkefni hjá okkur gæti verið upphafi af nýjum búháttum, að hér gæti borgað sig að fara að rækta sauðfé til að hirða af því ullina,“ bætir Ágúst við. Þannig að það er ekki bara íslenska lambakjötið, sem kindin er þekktust fyrir ? „Nei, nei, við þurfum ekki að slátra kindinni, við getum hirt ullina endalaust af henni,“ segir Ágúst bjartsýn með framtíð íslensku ullarinnar. Íslensk ull hefur slegið í gegn í nýjum útivistarvörum frá Icewear, bæði á Íslandi og erlendis. Hér eru Ágúst Þór og Magnús í nýjum úlpum, sem eru m.a. einangraðar með ull, staddir í fjárhúsinu í Oddgeirshólum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira