Bólusett verður í Höllinni á morgun á milli klukkan 10 og 15 og á sama tíma á miðvikudag. Engar bólusetningar verða á Þorláksmessu né aðfangadag.
Milli jóla og nýárs verður bólusett alla virka daga milli klukkan 10 og 15 nema á gamlársdag.
Allir óbólusettir, hálfbólusettir og þeir sem eru komir á tíma með örvunarskammt eru velkomnir og verða bóluefnin frá Pfizer, Moderna og Janssen á boðstólum alla daga.
Í janúar verður haldið áfram að boða þá í örvunarbólusetningu sem eru komnir á tíma.