Barney fór örugglega áfram í endurkomunni | Wade hikstaði en er kominn í 32-manna úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 23:28 Raymond van Barneveld tapaði gegn Michael van Gerwen í úrslitum Heimsmeistaramótsins árið 2018. Getty/Bryn Lennon Fimmfaldur heimsmeistari Raymond van Barneveld, eða Barney eins og hann er iðulega kallaður, snéri aftur á stóra sviðið í Ally Pally og vann öruggan 3-0 sigur gegn Laurence Ilagan í 96-manna úrslitum HM í pílukasti í kvöld. Þá vann James Wade 3-1 sigur gegn Maik Kuivenhoven. Wade er þó líklega ekki allt of sáttur við spilamennsku sína í kvöld, en þegar þú ert í fjórða sæti heimslistans má búast við því að þú setjir pressu á sjálfan þig. Wade vann fyrsta settið 3-1, og það sama var uppi á teningnum í öðru setti. Maik Kuivenhoven fór þó illa með hann í þriðja setti og vann alla þrjá leggina. Þrátt fyrir hálf slappa spilamennsku í fjórða setti hafði Wade betur 3-1 og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum, en getur líklega þakkað fyrir að hafa ekki verið að spila gegn betri andstæðingi í kvöld. 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗴𝗲𝘁𝘀 𝗼𝘃𝗲𝗿 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗶𝗻𝗲!It wasn't Wade's best performance but he comfortably gets past Maik Kuivenhoven to reach the Third Round. Average under 84, but that will matter not to Wade as he progresses! pic.twitter.com/XM3qBM6io5— PDC Darts (@OfficialPDC) December 20, 2021 Í öðrum viðureignum kvöldsins hafði Luke Woodhouse betur gegn James Wilson 3-1 og Rusty-Jake Rodriguez vann 3-1 sigur gegn Ben Robb. Áður hafði bróðir Rusty-Jake Rodriguez, Rowby-John Rodriguez, tryggt sig áfram. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem bræður fara báðir áfram á sama Heimsmeistaramótinu. Years in which brothers have both won matches in a PDC World Championship2015 - Kim and Ronny Huybrechts2022 - Rowby-John and Rusty-Jake Rodriguez— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) December 20, 2021 Að lokum má ekki gleyma endurkomu fimmfalda heimsmeistararns Raymond van Barneveld á stóra sviðið, en hann lagði pílurnar á hilluna árið 2019. Barneveld fór nokkuð örugglega í gegnum andstæðing kvöldsins, Laurence Ilagan, með 3-0 sigri. Barneveld mætir heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross, í 64-manna úrslitum. Pílukast Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Wade er þó líklega ekki allt of sáttur við spilamennsku sína í kvöld, en þegar þú ert í fjórða sæti heimslistans má búast við því að þú setjir pressu á sjálfan þig. Wade vann fyrsta settið 3-1, og það sama var uppi á teningnum í öðru setti. Maik Kuivenhoven fór þó illa með hann í þriðja setti og vann alla þrjá leggina. Þrátt fyrir hálf slappa spilamennsku í fjórða setti hafði Wade betur 3-1 og tryggði sér þar með sæti í 32-manna úrslitum, en getur líklega þakkað fyrir að hafa ekki verið að spila gegn betri andstæðingi í kvöld. 𝗪𝗮𝗱𝗲 𝗴𝗲𝘁𝘀 𝗼𝘃𝗲𝗿 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗶𝗻𝗲!It wasn't Wade's best performance but he comfortably gets past Maik Kuivenhoven to reach the Third Round. Average under 84, but that will matter not to Wade as he progresses! pic.twitter.com/XM3qBM6io5— PDC Darts (@OfficialPDC) December 20, 2021 Í öðrum viðureignum kvöldsins hafði Luke Woodhouse betur gegn James Wilson 3-1 og Rusty-Jake Rodriguez vann 3-1 sigur gegn Ben Robb. Áður hafði bróðir Rusty-Jake Rodriguez, Rowby-John Rodriguez, tryggt sig áfram. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem bræður fara báðir áfram á sama Heimsmeistaramótinu. Years in which brothers have both won matches in a PDC World Championship2015 - Kim and Ronny Huybrechts2022 - Rowby-John and Rusty-Jake Rodriguez— Weekly Dartscast (@WeeklyDartscast) December 20, 2021 Að lokum má ekki gleyma endurkomu fimmfalda heimsmeistararns Raymond van Barneveld á stóra sviðið, en hann lagði pílurnar á hilluna árið 2019. Barneveld fór nokkuð örugglega í gegnum andstæðing kvöldsins, Laurence Ilagan, með 3-0 sigri. Barneveld mætir heimsmeistaranum frá 2018, Rob Cross, í 64-manna úrslitum.
Pílukast Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira