Mikil skjálftavirkni hefur verið við Fagradalsfjall frá því um kvöldmatarleytið í gærkvöldi og að minnsta kosti 21 skjálfti verið yfir 3 að stærð.
Í athugasemdum frá jarðvísindamanni, sem birtust á vef Veðurstofu Íslands klukkan 9.48 segir að 1.400 skjjálftar hafi mælst í hrinunni enn sem komið er.
Næst stærstu skjálftarnir í hrinunni voru 4,2 og 4,1 stig en þeir urðu klukkan 4.24 í nótt og klukkan 9.13 í morgun.
Litakóði vegna flugs hefur verið færður í appelsínugulan og óvissustigi lýst yfir af hálfu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.
Fréttin hefur verið uppfærð.
