Ekkert fararsnið á Þóri sem segir kjarnann í norska liðinu geta spilað á ÓL 2024 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2021 10:31 Þórir Hergeirsson hefur gert frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta. epa/Joan Monfort Þórir Hergeirsson segir ekkert því til fyrirstöðu að norska kvennalandsliðið í handbolta geti ekki haldið áfram að vinna til verðlauna á stórmótum. Hann heldur ótrauður áfram með liðið. Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári. Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Þórir er nýkominn aftur heim til Noregs eftir HM á Spáni þar sem norska liðið stóð uppi sem sigurvegari. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Noregs undir stjórn Þóris og áttundu gullverðlaunin sem liðið vinnur á stórmóti undir hans stjórn. Þórir er bjartsýnn á að norska liðið verði áfram í fremstu röð á næstu árum þótt margir leikmenn liðsins séu í kringum þrítugt. Landslagið í kvennahandboltanum sé einfaldlega allt öðruvísi en það var. „Ég hef verið með kjarnann í liðinu lengi. Margar í hópnum eru fæddar á árunum 1990-94 og eiga helling eftir ef þær hafa innri hvatningu og áhugahvöt. Ef þær eru frískar, heilar og með þennan metnað sem þær hafa er þetta orðið allt öðruvísi í dag. Þær lifa af þessu og eru atvinnumenn. Meðan þær hafa þessa innri áhugahvöt til að verða betri og vilja gefa allt af sér og elska að vera í þessu, eru heilar og frískar er ekkert því til fyrirstöðu að spila til 38 ára aldurs og markverðir jafnvel lengur,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Hann segir að það sé enginn hægðarleikur fyrir unga leikmenn að koma inn í norska liðið. „Svo eru að koma inn yngri stelpur smátt og smátt en það er ekki létt að komast inn í okkar lið. Þær eru fáar eins og Henny Reistad sem koma beint inn úr unglingalandsliðum. Yfirleitt þurfa þær tvö til sex ár til að brjótast inn í liðið því það eru það góðir leikmenn í liðinu sem eru á toppaldri. Þessir leikmenn geta vel verið lykilmenn á Ólympíuleikunum 2024.“ Þórir hefur stýrt norska landsliðinu frá 2009 og ætlar að halda því áfram. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið til þrettán verðlauna á sextán stórmótum, þar af átta gullverðlaun. „Það er einfalt í þessum bransa, meðan þú hefur þessa áhugahvöt, finnst þetta gefandi og að þú hafir eitthvað fram að færa heldur maður áfram,“ sagði Þórir. „Síðan er hinn hluturinn að hvað handknattleikssambandið og leikmennirnir vilja. Þjálfarar eiga ekki séns ef leikmenn vilja ekki hafa þá. Stjórnendur ráða þessu. En meðan mín áhugahvöt er sterk og mér finnst ég hafa eitthvað til málanna að leggja og þeir vilja hafa mig held ég áfram, allavega út samninginn til 2024.“ Næsta stórmót er Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember á næsta ári.
Norski handboltinn HM 2021 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira