Samkvæmt nýjum upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands eru aðstæður á svæðinu mjög líkar þeim sem sáust í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum sem hófst í mars. Allt bendi til þess að kvika sér að brjóta sér leið í jarðskorpunni eins og þá.
Sjá einnig: Atburðarásinni svipar til aðdraganda gossins
GPS mælingar eru sagðar sýna merki um þenslu sem eigi sér uppruna á þeim slóðum þar sem skjálftavirknin sé mest.
„Því verður að telja líklegast að ef að til eldgoss kemur verði það þá á mjög svipuðum slóðum og eldgosið í Geldingadölum, en ekki er hægt að útiloka að kvika komi upp einhversstaðar á svæðinu frá Nátthaga að Keili.“