Áslaug skýtur á takmarkanir: „Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. desember 2021 17:37 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að líta veðri til fleiri þátta en smivarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna. Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Áslaug gerir „covid-kynslóðina“ að sérstöku umræðuefni í aðsendri grein á Innherja sem birt var á vefnum fyrr í dag. Með covid-kynslóðinni á hún við þau börn sem hafa þurft að alast upp við margvíslegar takmarkanir á almennu skólahaldi og óvissu vegna faraldursins. Áslaug segir að takmarkanirnar hafi ekki einungis áhrif á námsgetu barna heldur geti einnig haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Þá bætir hún við að rannsóknir sýni að alvarleg veikindi meðal barna af völdum veirunnar séu fátíð og sjaldgæfari en til dæmis veikindi vegna hefðbundinnar inflúensu. Hún fagnar því að Íslendingar hafi ekki gengið jafnlangt í lokunum og takmörkunum á skólahaldi og nágrannaríki okkar. „Það er mín einlæga sannfæring að engin ástæða hafi verið, né verði, til að loka skólum. Afstaða mín skýrist einkum af tvennu. Börnum og ungu fólki stafar almennt lítil hætta af covid og börnin líða fyrir það að fá ekki að mæta í skólann,“ segir Áslaug Arna í greininni. Styður heilbrigðisráðherra fyllilega Hún fagnar því að heilbrigðisráðherrann nýi, Willum Þór Þórsson, hafi ekki farið að tillögum sóttvarnalæknis um frestun skólahalds en sóttvarnalæknir hafði lagt til að skólahald hæfist þann 10. janúar, tæpri viku síðar en hefðbundið er. Þá telur hún einnig að heilbrigðisráðherra hafi verið rétt að fylgja ekki tillögum sóttvarnalæknis um grímuskyldu á börn niður í sex ára aldur. Samkvæmt núgildandi takmörkunum þurfa börn sem fædd eru árið 2006 eða síðar almennt ekki að bera grímur. „Ég styð báðar ákvarðanir heilbrigðisráðherra fyllilega. Á því eru vissulega skiptar skoðanir en væntingar um að aldrei sé vikið frá tillögum sóttvarnalæknis, jafnvel í smæstu atriðum, virðast hafa skotið rótum býsna víða,“ segir Áslaug Arna. „Öll viljum við vernda líf og heilsu fólks en það er margt annað sem hefur áhrif á heilsu og líðan fólks en þessi eina tegund veiru. Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast - sérstaklega þegar börn eiga í hlut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00 Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við 20 manns, opnunartími veitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. Sérstök undanþága verður veitt fyrir rekstraraðila og tónleikahaldara á morgun. 23. desember 2021 00:00
Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 23. desember 2021 10:01