The Matrix Resurrections: Misheppnuð endurlífgun Heiðar Sumarliðason skrifar 27. desember 2021 10:03 Bað einhver um þetta? Sagt er að það eina sem geti lifað af kjarnorkuárás séu kakkalakkar. Það er örugglega rétt, en aldrei myndi ég veðja gegn því að kvikmyndabálkurinn The Matrix kæmi svo skríðandi út úr sveppaskýinu á eftir þeim. Fyrsta Matrix-myndin kom út árið 1999 í árdaga „franchise“-bilunarinnar. Þegar hún kom í íslensk kvikmyndahús var aðeins ein önnur framhaldsmynd í sýningu á sama tíma. Í dag geta áhorfendur valið úr fjórum öðrum framhaldsmyndum, nenni þeir ekki á The Matrix Resurrections. Það er sagt að almenningur fái þau stjórnvöld sem hann á skilið (enda kaus hann þau yfir sig), ætli það sé ekki hægt að segja það sama um kvikmyndir. Eigum við The Matrix Resurrections ekki bara skilið? Við kusum þetta yfir okkur með því kaupa miða á útþynntar framhaldsmyndir, því fáum við ekkert nema útþynntar framhaldsmyndir. The Matrix Resurrections fellur því miður í þann flokk. Það eru margar ástæður fyrir því að The Matrix Resurrections virkar ekki, en sú stærsta er nákvæmlega sú sama og að myndir númer tvö og þrjú virkuðu ekki. Það voru engar áhugaverðar spurningar sem fyrsta myndin skildi eftir ósvaraðar. Því urðu afhjúpanirnar ávallt þynnri og tilfinningaleg áhrif þeirra á áhorfendur minni. Fyrsta Matrix-myndin var frábær. Hún var það hins vegar ekki vegna þess að hún innihélt svo flott hasaratriði og tæknibrellur, hún var það vegna þess að hún rúllaði á ótrúlega áhugaverðri ráðgátu. Höfundarnir negldu það grundvallaratriði kvikmyndagerðar að áhorfandinn vissi aldrei hvað kom næst, hann gat ekki beðið eftir því að komast að því og þegar það afhjúpaðist var það stórkostlegt. Það vantaði ekki spennuna fyrir The Matrix árið 1999 og Vísir tók þátt. Þegar við (sem vorum fædd) komum út úr Regnboganum eða Bíóhöllinni, eftir að hafa séð The Matrix árið 1999, var búið að svara öllu því áhugaverða varðandi þennan heim. Það sem við fengum í kjölfarið var eins og langur þáttur af Babylon 5 eða Star Trek Deep Space Nine. Hverjum er ekki drullusama um einhverja innanbæjarpólitík í Zion? Okkur er í raun alveg sama um þetta ástarsamband Neo og Trinity. Ég meina, af hverju eru þau saman? Af því einhver sagði henni að hún yrði ástfangin af þeim sem væri „The One?“ Kommon, talandi um frjálsan vilja. Og nú á að draga okkur í bíó á heila mynd um ástir Neos og Trinity. Hvað erum við að eiginlega að gera í bíó? Ég verð að játa að ég er eilítið hugsi yfir þessu ástandi í kvikmyndahúsunum í dag og því sem boðið er upp á. Erum við virkilega að fara í bíó þessa dagana til að sjá kvikmyndir sem fjalla um sjálfa sig? Hvert erum við eiginlega komin? Ég get sagt ykkur hvert við erum komin. Við erum komin á þann stað að kvikmyndagagnrýnendur geta ekki bara farið á þá mynd sem skal rýna í, heldur þurfa þeir að sjá að meðaltali þrjár aðrar myndir til að „geta sett hana í samhengi.“ Og þá undirstrika ég að meðaltali. Mig minnir að ég hafi verið í margar vikur að ná utan um allt þetta Marvel-dæmi áður en ég sá Avengers: Endgame. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki haft ágætlega gaman af, en guð minn góður, maður þarf næstum að vera í fullri vinnu við það að halda þræði ætli maður á annað borð að sjá vinsælustu kvikmyndir dagsins í dag. Þá er nú kannski betra að skrifa bara um nýju rúmensku myndina í Bíó Paradís. Trinity hugsar vel um sinn mann. Það að sjá fyrstu Matrix-myndina aftur var hreinn unaður, ég get þó sagt ykkur að ég fæ ekki nægilega mikið borgað fyrir að hafa neyðst til að sjá The Matrix Reloaded aftur og The Matrix Revolutions í fyrsta sinn. Ég taldi mig reyndar hafa séð allar þrjár, en þegar ég hóf áhorfið á þá þriðju kannaðist ég hinsvegar ekki við neitt úr henni. Þá rifjaðist upp fyrir mér, mynd númer tvö innihélt ekkert áhugavert og hafði svo mörg kjánahrollsatvik, að ég tók meðvitaða ákvörðun um að eyða ekki tíma mínum og peningum í að sjá mynd númer þrjú. Eftir að hafa nú horft á hana, staðfestist að ég tók rétta ákvörðun. Á meðan fyrsta Matrix-myndin innihélt eitthvað spennandi sem við höfðum ekki séð áður, virkuðu framhaldsmyndirnar eins og bútasaumsteppi úr afgöngum. Samansett úr óáhugaverðum eindum úr The Empire Strikes Back, Return of the Jedi og Terminator. T.d. er það fáránleg ákvörðun að láta orrustuna um Zion taka svona stórt pláss í framvindu myndar númer 3, því hún inniheldur engar persónur sem við höfum nokkurn áhuga á. Það eru allir í Zion leiðinlegir og innst inni er mér í raun alveg sama um hvort hún tortímist. Hverju er í raun verið að bjarga? Ég sé ekki betur en að þetta falska líf sem vélarnar bjóða upp á sé mun betra en þessi ruslahaugatilvera í Zion. Það að bjóða áhorfendum upp á svo langan skjátíma án Neos, Morpehusar og Trinity var sjálfsmorðferð. En ætlum við að láta gabba okkur í þriðja sinn? Er það á dagskrá? „Fool me once, shame on you, fool twice, shame on me.“ Ég held reyndar að Lana Wachowski viti vel að hún er að blása lífi í liðið lík. Hún svo gott sem lætur persónurnar segja það. Mikið ofboðslega skil ég systur hennar, Lilly, að hafa ekki nennt að taka þátt í þessu. Ég ætla að vona að Lana hafi blóðmjólkað Warner Bros. þegar kom að launasamningnum. Lilly og Lana. Ég veit ekki hvort það er fyndið eða sorglegt að The Matrix Resurrections komi út nokkrum dögum á eftir öðru sjálftilvísanasvalli, Spider-man: No Way Home. Það að fara í bíó nú til dags er orðið margra daga verkefni. Ég áttaði mig ekki á því að ég þurfti að sjá sjö aðrar myndir til að skilja Spider-man til hlítar. Hver hefur tíma fyrir þetta? Annað sem vakti athygli mína er ákveðinn galli í framvindu sem myndirnar eiga sameiginlegan. Í dómi mínum um Spider-Man: No Way Home eyddi ég töluverðu púðri í að kvabba undan veikleikanum í meginverkefni Peters Parkers í myndinni. Ég ætlaði vart að trúa eigin augum þegar kom í ljós að meginsendiför Neo er sama galla gædd. Á meðan sendiför Peters var bara kjánaleg, er sendiför Neos sjálfselskuleg. Ég veit ekki hvort er verra, en bæði er slæmt. Megum við fá gæðamyndir í bíó? Þetta framhaldsmyndafargansástand dregur hálfpartinn úr mér allan vind sem kvikmyndaáhugamanni. Nú liggur maður bara á bæn og vonar að þær kvikmyndir sem hlutu hvað bestar viðtökurnar fyrri part vetrar, myndir á við Licorice Pizza, Belfast, C'omon C'omon og Memoria, verði sýndar í kvikmyndahúsum á nýju ári. Ég veit að ég er langt frá því að vera einn um þessa skoðun. En gott fólk, við sem höfum áhuga á gæðakvikmyndum, það þýðir ekki bara að tuða yfir úrvalinu. Við verðum að mæta þegar þessar myndir rata í bíóin. Því annars verða þær ekki einu sinni sýndar ótextaðar, hvað þá textaðar, þær verða bara ekki sýndar neitt og við sitjum uppi með að það eina í bíó verður fimmta Matrix-myndin, sýnd í tuttugu sölum á sama tíma. Því þegar öllu er á botninn hvolft er kvikmyndahúsarekstur bissness og tómir salir borga ekki brúsann. The Matrix Resurrections er einskonar holdgervingur alls sem er að í Hollywood í dag. Ekkert innihald, bara sjálfhverfa og sjálfsupphafning. Niðurstaða: The Matrix Resurrections er hvorki frumleg né hugvitssöm. Jafn mikið og mig langaði til að sjá lífi blásið í The Matrix gekk það a.m.k. ekki í þessari tilraun. Þær verða örugglega fleiri. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Fyrsta Matrix-myndin kom út árið 1999 í árdaga „franchise“-bilunarinnar. Þegar hún kom í íslensk kvikmyndahús var aðeins ein önnur framhaldsmynd í sýningu á sama tíma. Í dag geta áhorfendur valið úr fjórum öðrum framhaldsmyndum, nenni þeir ekki á The Matrix Resurrections. Það er sagt að almenningur fái þau stjórnvöld sem hann á skilið (enda kaus hann þau yfir sig), ætli það sé ekki hægt að segja það sama um kvikmyndir. Eigum við The Matrix Resurrections ekki bara skilið? Við kusum þetta yfir okkur með því kaupa miða á útþynntar framhaldsmyndir, því fáum við ekkert nema útþynntar framhaldsmyndir. The Matrix Resurrections fellur því miður í þann flokk. Það eru margar ástæður fyrir því að The Matrix Resurrections virkar ekki, en sú stærsta er nákvæmlega sú sama og að myndir númer tvö og þrjú virkuðu ekki. Það voru engar áhugaverðar spurningar sem fyrsta myndin skildi eftir ósvaraðar. Því urðu afhjúpanirnar ávallt þynnri og tilfinningaleg áhrif þeirra á áhorfendur minni. Fyrsta Matrix-myndin var frábær. Hún var það hins vegar ekki vegna þess að hún innihélt svo flott hasaratriði og tæknibrellur, hún var það vegna þess að hún rúllaði á ótrúlega áhugaverðri ráðgátu. Höfundarnir negldu það grundvallaratriði kvikmyndagerðar að áhorfandinn vissi aldrei hvað kom næst, hann gat ekki beðið eftir því að komast að því og þegar það afhjúpaðist var það stórkostlegt. Það vantaði ekki spennuna fyrir The Matrix árið 1999 og Vísir tók þátt. Þegar við (sem vorum fædd) komum út úr Regnboganum eða Bíóhöllinni, eftir að hafa séð The Matrix árið 1999, var búið að svara öllu því áhugaverða varðandi þennan heim. Það sem við fengum í kjölfarið var eins og langur þáttur af Babylon 5 eða Star Trek Deep Space Nine. Hverjum er ekki drullusama um einhverja innanbæjarpólitík í Zion? Okkur er í raun alveg sama um þetta ástarsamband Neo og Trinity. Ég meina, af hverju eru þau saman? Af því einhver sagði henni að hún yrði ástfangin af þeim sem væri „The One?“ Kommon, talandi um frjálsan vilja. Og nú á að draga okkur í bíó á heila mynd um ástir Neos og Trinity. Hvað erum við að eiginlega að gera í bíó? Ég verð að játa að ég er eilítið hugsi yfir þessu ástandi í kvikmyndahúsunum í dag og því sem boðið er upp á. Erum við virkilega að fara í bíó þessa dagana til að sjá kvikmyndir sem fjalla um sjálfa sig? Hvert erum við eiginlega komin? Ég get sagt ykkur hvert við erum komin. Við erum komin á þann stað að kvikmyndagagnrýnendur geta ekki bara farið á þá mynd sem skal rýna í, heldur þurfa þeir að sjá að meðaltali þrjár aðrar myndir til að „geta sett hana í samhengi.“ Og þá undirstrika ég að meðaltali. Mig minnir að ég hafi verið í margar vikur að ná utan um allt þetta Marvel-dæmi áður en ég sá Avengers: Endgame. Ég er ekki að segja að ég hafi ekki haft ágætlega gaman af, en guð minn góður, maður þarf næstum að vera í fullri vinnu við það að halda þræði ætli maður á annað borð að sjá vinsælustu kvikmyndir dagsins í dag. Þá er nú kannski betra að skrifa bara um nýju rúmensku myndina í Bíó Paradís. Trinity hugsar vel um sinn mann. Það að sjá fyrstu Matrix-myndina aftur var hreinn unaður, ég get þó sagt ykkur að ég fæ ekki nægilega mikið borgað fyrir að hafa neyðst til að sjá The Matrix Reloaded aftur og The Matrix Revolutions í fyrsta sinn. Ég taldi mig reyndar hafa séð allar þrjár, en þegar ég hóf áhorfið á þá þriðju kannaðist ég hinsvegar ekki við neitt úr henni. Þá rifjaðist upp fyrir mér, mynd númer tvö innihélt ekkert áhugavert og hafði svo mörg kjánahrollsatvik, að ég tók meðvitaða ákvörðun um að eyða ekki tíma mínum og peningum í að sjá mynd númer þrjú. Eftir að hafa nú horft á hana, staðfestist að ég tók rétta ákvörðun. Á meðan fyrsta Matrix-myndin innihélt eitthvað spennandi sem við höfðum ekki séð áður, virkuðu framhaldsmyndirnar eins og bútasaumsteppi úr afgöngum. Samansett úr óáhugaverðum eindum úr The Empire Strikes Back, Return of the Jedi og Terminator. T.d. er það fáránleg ákvörðun að láta orrustuna um Zion taka svona stórt pláss í framvindu myndar númer 3, því hún inniheldur engar persónur sem við höfum nokkurn áhuga á. Það eru allir í Zion leiðinlegir og innst inni er mér í raun alveg sama um hvort hún tortímist. Hverju er í raun verið að bjarga? Ég sé ekki betur en að þetta falska líf sem vélarnar bjóða upp á sé mun betra en þessi ruslahaugatilvera í Zion. Það að bjóða áhorfendum upp á svo langan skjátíma án Neos, Morpehusar og Trinity var sjálfsmorðferð. En ætlum við að láta gabba okkur í þriðja sinn? Er það á dagskrá? „Fool me once, shame on you, fool twice, shame on me.“ Ég held reyndar að Lana Wachowski viti vel að hún er að blása lífi í liðið lík. Hún svo gott sem lætur persónurnar segja það. Mikið ofboðslega skil ég systur hennar, Lilly, að hafa ekki nennt að taka þátt í þessu. Ég ætla að vona að Lana hafi blóðmjólkað Warner Bros. þegar kom að launasamningnum. Lilly og Lana. Ég veit ekki hvort það er fyndið eða sorglegt að The Matrix Resurrections komi út nokkrum dögum á eftir öðru sjálftilvísanasvalli, Spider-man: No Way Home. Það að fara í bíó nú til dags er orðið margra daga verkefni. Ég áttaði mig ekki á því að ég þurfti að sjá sjö aðrar myndir til að skilja Spider-man til hlítar. Hver hefur tíma fyrir þetta? Annað sem vakti athygli mína er ákveðinn galli í framvindu sem myndirnar eiga sameiginlegan. Í dómi mínum um Spider-Man: No Way Home eyddi ég töluverðu púðri í að kvabba undan veikleikanum í meginverkefni Peters Parkers í myndinni. Ég ætlaði vart að trúa eigin augum þegar kom í ljós að meginsendiför Neo er sama galla gædd. Á meðan sendiför Peters var bara kjánaleg, er sendiför Neos sjálfselskuleg. Ég veit ekki hvort er verra, en bæði er slæmt. Megum við fá gæðamyndir í bíó? Þetta framhaldsmyndafargansástand dregur hálfpartinn úr mér allan vind sem kvikmyndaáhugamanni. Nú liggur maður bara á bæn og vonar að þær kvikmyndir sem hlutu hvað bestar viðtökurnar fyrri part vetrar, myndir á við Licorice Pizza, Belfast, C'omon C'omon og Memoria, verði sýndar í kvikmyndahúsum á nýju ári. Ég veit að ég er langt frá því að vera einn um þessa skoðun. En gott fólk, við sem höfum áhuga á gæðakvikmyndum, það þýðir ekki bara að tuða yfir úrvalinu. Við verðum að mæta þegar þessar myndir rata í bíóin. Því annars verða þær ekki einu sinni sýndar ótextaðar, hvað þá textaðar, þær verða bara ekki sýndar neitt og við sitjum uppi með að það eina í bíó verður fimmta Matrix-myndin, sýnd í tuttugu sölum á sama tíma. Því þegar öllu er á botninn hvolft er kvikmyndahúsarekstur bissness og tómir salir borga ekki brúsann. The Matrix Resurrections er einskonar holdgervingur alls sem er að í Hollywood í dag. Ekkert innihald, bara sjálfhverfa og sjálfsupphafning. Niðurstaða: The Matrix Resurrections er hvorki frumleg né hugvitssöm. Jafn mikið og mig langaði til að sjá lífi blásið í The Matrix gekk það a.m.k. ekki í þessari tilraun. Þær verða örugglega fleiri.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira