Um er að ræða verksmiðjur sem framleiða rafhlöður sem notaðar verða í rafbíla. Þessari 13 verksmiðjur eru einungis það sem formlega hefur verið tilkynnt, enn er tími til að bæta við verkefnum á listann fyrir árslok 2025.
Ford, General Motors, SKJ Innovation, Stellantis, Toyota, LG og Samsung eru þau fyrirtæki sem ætla sér að reisa verksmiðjurnar. Volkswagen hefur einnig tilkynnt um áætlanir um smíði verksmiðju en nákvæm tímasetning hefur ekki verið tilkynnt.
Miðað við uppgefnar áætlanir munu þessar nýju verksmiðjur framleiða rafhlöður sem skila meira en 300 GWh á ári eftir árið 2025. Þar með er ekki talið hið stóra verkefni sem Tesla vinnur að í Texas með 4680-gerðina af sívölum rafhlöðum. Sú Gígaverksmiðja gæti skilað upp undir 100 GWh á ári í framleiðslugetu.