Fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tuttugu ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018.
Frá þessu segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þær varaþingkonurnar Gunnhildur Fríða og Lenya Rún Taha Karim, tóku báðar sæti á þingi í dag fyrir þá Björn Leví Gunnarsson og Andrés Inga Jónsson.
„Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár.
Frábær innáskipting hjá @PiratarXP síðustu þingfundaviku ársins. Hlakka til að fylgjast með @GunnhildurF og @Lenyarun! pic.twitter.com/9IY9PKtGAi
— Andrés Ingi (@andresingi) December 27, 2021
Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður Alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum.
Jújú það er komið að því - gellu takeover á Alþingi enda er ykkar kona að taka sæti þar í dag
— Lenya Rún (@Lenyarun) December 27, 2021
Orkan sem ég fer með inn í daginn minn í boði @HeklaElisabet pic.twitter.com/ZEAxlChgFO
Hér má sjá upplýsingar um yngstu varamenn til að taka sæti á þingi.
Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem fædd er 1991 og var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013, er yngsta manneskjan til að verða kjörin á þing en hún var þá 21 árs gömul og 303 daga.