Baðst afsökunar á gallabuxunum: „Ég er kominn í ný föt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. desember 2021 14:26 Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins mætti í gallabuxum í þingsal á dögunum. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni en nú þingmaður Flokks fólksins, baðst í dag á þingi afsökunar á því að hafa stigið í ræðustól í gallabuxum á dögunum. Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu. Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu.
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01
Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37
Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29
„Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28
Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42