Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en gengið var frá kaupum ríkisins og FS á Bændahöllinni á dögunum fyrir 4,9 milljarða króna.
Reiknað er með að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði, meðal annars fyrir menntavísindasvið, og fyrir stúdentaíbúðir. FS keypti 27 prósenta hlut í Bændahöllinni á móti ríkinu.
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, segir að ekki þurfi að brjóta niður veggi til að sameina herbergi en að koma þurfi upp eldhúsaðstöðu í herbergjunum 113.
FS muni fá húsnæðið afhent í áföngum á næstu vikum og mánuðum og verði þá ráðist í ástandsskoðun, en hún vonast til að hægt verði að taka íbúðirnar í notkun í upphafi þarnæsta árs.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í samtali við Vísi á dögunum að stefnt sé að því að endurbótum á húsnæði Bændahallarinnar verði lokið á tveimur til tveimur og hálfu ári og að húsið verði að fullu komið í gang haustið 2024.