Telja ekki á ábyrgð strætóbílstjóra að fylgjast með grímunotkun farþega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2021 15:04 Vagnstjórar hjá Strætó fylgja því ekki eftir að grímur séu notaðar um borð í vögnum. Fyrirtækið mælir þó með því að allir farþegar noti grímur um borð. Vísir/Vilhelm Það er ekki í verkahring vagnstjóra Strætó að fylgja því eftir hvort farþegar séu með grímu, óháð því hvort unnt sé að hlíta fjarlægðartakmörkunum í vögnum eða ekki. Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið túlka reglugerð heilbrigðisráðherra á þá leið að fólk þurfi að bera sjálft ábyrgð á smitvörnum. Vísir ræddi fyrr í dag við Sigrúnu Oddsdóttur strætónotanda sem kvaðst hafa áhyggjur af því að notendur almenningssamgangna væru sérstaklega útsettir fyrir Covid-smiti, innan um grímulausa farþega. Hún nefnir dæmi þess að í gær hafi þrír grímulausir farþegar komið inn í þétt setinn vagn á leið númer 2, en vagnstjórinn hafi ekki talið það í sínum verkahring að gera þeim að setja upp grímur eða vísa þeim úr vagninum. „Einn strætó er ekki stórt rými og þarna ertu með þrjá sem eru ekki með grímu, og sitja nálægt öðrum farþegum,“ sagði Sigrún í samtali við Vísi. Hún segist hafa fengið þau svör hjá Strætó að það væri ekki á ábyrgð vagnstjóra að fylgja grímunotkun farþega eftir. „Ef þeir geta ekki tryggt öryggi farþega þá eiga þeir ekki að keyra.“ Strætó vilji ekki neita fólki um inngöngu Í samtali við Vísi segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að hjá fyrirtækinu sé lagður sá skilningur í reglugerð heilbrigðisráðherra, þar sem kveðið er á um grímunotkun við ákveðnar aðstæður, að það sé á ábyrgð farþeganna sjálfra að nota grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Guðmundur Heiðar Helgason er upplýsingafulltruí Strætó.Strætó „Núna höfum við prófað bæði. Við höfum prófað að hafa algjöra grímuskyldu, þannig að vagnstjórar hafi neitað fólki að koma um borð ef það er ekki með grímu og svo höfum við prófað þetta. Það eru oft augnablik, utan háannatíma og á ákveðnum leiðum, þar sem er alveg pláss. Við viljum ekki vera að neita fólki aðgang, því við erum bara þannig fyrirtæki að við erum oft eini samgöngukosturinn fyrir fólk og viljum því ekki neita fólki aðgang, heldur fylgja reglugerðinni eins og hún er orðuð, í stað þess að ganga lengra og setja á algjöra grímuskyldu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þekkjum hvað þarf að gera Þess vegna hafi ákvörðun um þetta verið tekin, í því skyni að minnka möguleikann á árekstrum milli farþega og vagnstjóra. Þá leggi Strætó þann skilning í reglugerðina að fólk verði að bera ábyrgð á eigin smitvörnum. „Við lítum að minnsta kosti þannig á að það sé ekki hægt fyrir vagnstjóra að vera að fylgjast með þessu. Stundum kemur fólk inn í vagninn og tekur svo kannski grímuna af sér. Við erum orðin nokkuð góð í þessu, í faraldrinum. Við þekkjum hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur og ítrekar að mikilvægt sé að fólk taki ábyrgð á eigin sóttvörnum. Vagnstjórar geti auðvitað minnt fólk á grímunotkun, en ekki sé litið svo á að það sé í þeirra verkahring að varna neinum inngöngu í vagna Strætó vegna grímuleysis. Á vef Strætó má þá finna ábendingar til farþega um sóttvarnir um borð: Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira
Vísir ræddi fyrr í dag við Sigrúnu Oddsdóttur strætónotanda sem kvaðst hafa áhyggjur af því að notendur almenningssamgangna væru sérstaklega útsettir fyrir Covid-smiti, innan um grímulausa farþega. Hún nefnir dæmi þess að í gær hafi þrír grímulausir farþegar komið inn í þétt setinn vagn á leið númer 2, en vagnstjórinn hafi ekki talið það í sínum verkahring að gera þeim að setja upp grímur eða vísa þeim úr vagninum. „Einn strætó er ekki stórt rými og þarna ertu með þrjá sem eru ekki með grímu, og sitja nálægt öðrum farþegum,“ sagði Sigrún í samtali við Vísi. Hún segist hafa fengið þau svör hjá Strætó að það væri ekki á ábyrgð vagnstjóra að fylgja grímunotkun farþega eftir. „Ef þeir geta ekki tryggt öryggi farþega þá eiga þeir ekki að keyra.“ Strætó vilji ekki neita fólki um inngöngu Í samtali við Vísi segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að hjá fyrirtækinu sé lagður sá skilningur í reglugerð heilbrigðisráðherra, þar sem kveðið er á um grímunotkun við ákveðnar aðstæður, að það sé á ábyrgð farþeganna sjálfra að nota grímur þegar ekki er unnt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Guðmundur Heiðar Helgason er upplýsingafulltruí Strætó.Strætó „Núna höfum við prófað bæði. Við höfum prófað að hafa algjöra grímuskyldu, þannig að vagnstjórar hafi neitað fólki að koma um borð ef það er ekki með grímu og svo höfum við prófað þetta. Það eru oft augnablik, utan háannatíma og á ákveðnum leiðum, þar sem er alveg pláss. Við viljum ekki vera að neita fólki aðgang, því við erum bara þannig fyrirtæki að við erum oft eini samgöngukosturinn fyrir fólk og viljum því ekki neita fólki aðgang, heldur fylgja reglugerðinni eins og hún er orðuð, í stað þess að ganga lengra og setja á algjöra grímuskyldu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Þekkjum hvað þarf að gera Þess vegna hafi ákvörðun um þetta verið tekin, í því skyni að minnka möguleikann á árekstrum milli farþega og vagnstjóra. Þá leggi Strætó þann skilning í reglugerðina að fólk verði að bera ábyrgð á eigin smitvörnum. „Við lítum að minnsta kosti þannig á að það sé ekki hægt fyrir vagnstjóra að vera að fylgjast með þessu. Stundum kemur fólk inn í vagninn og tekur svo kannski grímuna af sér. Við erum orðin nokkuð góð í þessu, í faraldrinum. Við þekkjum hvað þarf að gera,“ segir Guðmundur og ítrekar að mikilvægt sé að fólk taki ábyrgð á eigin sóttvörnum. Vagnstjórar geti auðvitað minnt fólk á grímunotkun, en ekki sé litið svo á að það sé í þeirra verkahring að varna neinum inngöngu í vagna Strætó vegna grímuleysis. Á vef Strætó má þá finna ábendingar til farþega um sóttvarnir um borð: Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni.
Strætó mælir eindregið með grímunotkun þegar ferðast er með almenningssamgöngum. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að klæðast andlitsgrímu þegar þörf er á því samkvæmt reglugerðinni. Undanþegnir grímuskyldu eru einstaklingar sem hafa ekki skilning eða þroska til að nota andlitsgrímu rétt eða geta það ekki af öðrum ástæðum, svo sem vegna heilsufars. Börn fædd 2006 og yngri eru einnig undanþegin grímunotkun. Andlitsgrímur skulu hylja nef og munn. Grímur skulu uppfylla kröfur sem koma fram í vinnustofusamþykkt evrópsku staðlasamtakanna (CEN). Hugum að hreinlæti og eigin sóttvörnum. Viðskiptavinir skulu ekki ferðast með almenningssamgöngum ef þeir eru með flensueinkenni.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Sjá meira