Maxwell sakfelld fyrir mansal og gæti átt yfir höfði sér 65 ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 23:03 Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell fóru fram í New York en hún fór huldu höfði áður en lögreglu tókst að hafa uppi á henni. Ap/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var í dag sakfelld í New York fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega. Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55
Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36