Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 09:15 Gert er ráð fyrir vonskuveðri víðsvegar á landinu á morgun, nýársdag. Veðurstofan Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Einstaklega þurrt er nú á Suðurlandi og lítið þarf til að koma af stað gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu vilja árétta að fólk sýni ítrustu varkárni um áramótin við notkun flugelda, enda geti glóð úr flugeldum auðveldlega farið í gróður og kveikt gróðurelda. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að gróðureldar hafi kviknað út frá flugeldum í Árnessýslu og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti gróðurelda á Seltjarnarnesi í gær. Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum landsins í fyrramálið en á Suðurlandi er gert ráð fyrir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast undir Eyjafjöllum og ferðaveður varasamt. Sama staða er uppi á teningnum á Suðausturlandi en hvassast verður í Öræfum. Þar er gert ráð fyrir vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu og ferðaveður er varasamt. Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum með vindhviðum sem geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Lítið skyggni getur verið öðru hvoru í skafrenningi. Sama staða er uppi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir norðaustanhríð með vindraða á bilinu þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Hvassast er við Eyjafjörð og víða er lítið skyggni í snjókomu eða skafrenningi. Ferðaveður er varasamt. Á Austfjörðum og á Austurlandi er gert ráð fyrir norðanátt og vindur verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu. Hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og gert er ráð fyrir litlu skyggni. Gul viðvörun er í öllum landshlutum landsins en gert er ráð fyrir að lægja taki víðast hvar upp úr miðnætti annað kvöld.Veðurstofan Veður Áramót Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Einstaklega þurrt er nú á Suðurlandi og lítið þarf til að koma af stað gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu vilja árétta að fólk sýni ítrustu varkárni um áramótin við notkun flugelda, enda geti glóð úr flugeldum auðveldlega farið í gróður og kveikt gróðurelda. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að gróðureldar hafi kviknað út frá flugeldum í Árnessýslu og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti gróðurelda á Seltjarnarnesi í gær. Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum landsins í fyrramálið en á Suðurlandi er gert ráð fyrir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast undir Eyjafjöllum og ferðaveður varasamt. Sama staða er uppi á teningnum á Suðausturlandi en hvassast verður í Öræfum. Þar er gert ráð fyrir vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu og ferðaveður er varasamt. Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum með vindhviðum sem geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Lítið skyggni getur verið öðru hvoru í skafrenningi. Sama staða er uppi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir norðaustanhríð með vindraða á bilinu þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Hvassast er við Eyjafjörð og víða er lítið skyggni í snjókomu eða skafrenningi. Ferðaveður er varasamt. Á Austfjörðum og á Austurlandi er gert ráð fyrir norðanátt og vindur verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu. Hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og gert er ráð fyrir litlu skyggni. Gul viðvörun er í öllum landshlutum landsins en gert er ráð fyrir að lægja taki víðast hvar upp úr miðnætti annað kvöld.Veðurstofan
Veður Áramót Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51