Þetta kemur fram í nýrri tölfræði frá Landspítala. Þar kemur jafnframt fram að sjö af þeim átta sem eru á gjörgæslu með Covid-19 eru óbólusettir.
Tveir þeirra sem eru inniliggjandi á spítalanum með Covid-19 eru með ómíkron-afbrigði veirunnar. Fjórtán þeirra eru með delta en upplýsingar vantar hjá sex nýgreindum.
548 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær. Það eru mun færri en greinst hafa hér á landi síðustu daga, en þann 30. desember greinust alls 1.557 smitaðir af veirunni innanlands. Aðrar eins tölur hafa komið fram síðustu daga og dagana á undan.
Alls eru nú 7.605 í einangrun vegn veirunnar og 6.075 í sóttkví. 7.163 eru í eftirliti á Covid-19 göngudeild Landspítalans, þar af 1.647 börn.
Mikil mannekla hefur verið á Landspítalanum að undanförn vegna veirunnar. Alls eru nú 182 starfsmenn spítalans í einangrun.