Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Tryggvi Páll Tryggvason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. janúar 2022 19:47 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, stóð vaktina í átta klukkutíma í nístingskulda þegar önnur tveggja vindmylla var sprengd niður í dag. Hér að neðan má sjá viðtal við hann sem tekið var eftir að verkefni dagsins var lokið. Vindmyllan skemmdist í bruna í miklu roki á nýársdag og ákveðið var að fá sprengjusveitina til að fella hana niður. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Hábæs, eiganda vindmyllunnar sagði það nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að hún ylli skaða. Fljótlega kom þó í ljós að um mikla aðgerð yrði að ræða. Í fyrsta lagi var vindmyllan mikið mannvirki, sextíu metrar á hæð og fleiri tugir tonna. Eftir að aðgerðir hófust á vettvangi kom einnig í ljós að undirstöður hennar væru nokkuð styrkar. Fyrsta hleðslan var sprengd rétt fyrir klukkan tvö í dag undur vökulum augum sérfræðinga Landhelgisgæslunnar, lögreglu og slökkviliðs sem gættu öryggis á staðnum. Niður vildi myllan þó ekki. Þá var ekkert um annað að ræða en að reyna aftur og í tilraun tvö var meira magni af sprengiefni hlaðið á vindmylluna. En, allt kom fyrir ekki. Eftir sprengingu númer þrjú mynduðust göt á vindmylluna og bundu menn vonir við það að hleðsla númer þrjú, sem sprengd var um klukkan hálf fimm, myndu ná myllunni niður. Sagan endurtók sig hins vegar. Fjölmargir fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá vettvangi og gerðu netverjar óspart grín að þrjósku vindmyllunnar. Fjórða tilraunin var reynd um klukkan hálf fimm en eins og áður haggaðist vindmylland ekki. Sérfræðingar Gæslunnar eyddu ekki miklum tíma í að meta aðstæður eftir það og hlóðu strax í sprengju númer fimm sem var sprengd klukkan sex. Allt kom fyrir ekki, myllan stóð enn. Á þessum tímapunkti mátti sjá að myllan hékk á stálbút og bundu menn því miklar vonir við að sjötta hleðslan myndi ná að klára verkið. Töluverð bið var þó á því þar sem sækja þurfti fleiri hleðslur til Reykjavíkur. Menn á vegum Gæslunnar brunuðu með meira sprengiefni á staðinn og rétt eftir klukkan hálf sjö var sjötta hleðslan sprengd. Sjötta sprengjan dugði til og fékk vindmyllan löturhægt niður til jarðar með töluverðum brestum. Löngum vinnudegi lokið hjá þeim sem komu að aðgerðum.
Landhelgisgæslan Rangárþing ytra Slökkvilið Lögreglumál Vindmyllur í Þykkvabæ Tengdar fréttir „Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51 Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
„Það er mjög seigt í turninum“ Það hefur reynst mun erfiðara en reiknað var með að fella vindmylluna í Þykkvabæ. Eftir fimm tilraunir sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar er nú beðið eftir fleiri hleðslum frá Reykjavík. 4. janúar 2022 19:03
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16
Bein útsending: Vindmyllan í Þykkvabæ sprengd Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar stefnir á að sprengja upp úr hádegi vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Sprengingin verður í beinni útsendingu á Vísi. 4. janúar 2022 11:51
Vindmyllan í Þykkvabæ brann á nýársdag Önnur vindmyllanna sem stendur við Þykkvabæ brann í gær. Þær hafa nú báðar eyðilagst í eldi en hin brann sumarið 2017. 2. janúar 2022 13:05