Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:30 Stóri Ben lék sinn síðasta heimaleik í gær. Joe Sargent/Getty Images Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu. Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira
Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Sjá meira