Sara segir að Kobe Bryant hafi hjálpað henni að komast í gegnum meiðslin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2022 09:00 Kobe Bryant og Sara Sigmundsdóttir. Hún nýtti sér hugarfar eins besta leikmanns NBA deildarinnar frá upphafi. Samsett/EPA&Instagram Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir var ánægð með stöðuna á sér eftir Dubai CrossFit mótið í desember þegar hún gerði upp mótið í viðtali við Morning Chalk Up vefinn. Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Blaðamaður þessa virta CrossFit fjölmiðils talaði um Suðurnesjakonuna sem hina ætíð brosandi Söru en það er nánast ómögulegt verkefni að reyna að hitta á okkar konu í slæmu skapi. Hún felur það alla vega betur en flestir þegar það liggur ekki eins vel á henni. Sara er aftur farinn að keppa á stóra CrossFit sviðinu eftir krossbandsslit í mars í fyrra og aðgerð í apríl. Mörgum þótti hún taka mikla áhættu með því að keppa í Dúbaí aðeins átta mánuðum eftir aðgerð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara ræddi meðal annars andlega hlutann hjá íþróttakonu sem ætlar sér stóra hluti en slítur krossband degi fyrr að tímabilið fer af stað. „Ég lagði áherslu á það að hugsa um það sem ég gat stjórnað sjálf. Í stað þess að hugsa um af hverju þetta gerðist fyrir mig þá frekar að líta á þetta sem svo að það sé ástæða fyrir því að ég þarf að ganga í gegnum þetta,“ sagði Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu við blaðamann Morning Chalk Up. „Ég elska Kobe Bryant og ég horfði mikið á heimildarmyndir í endurhæfingunni minni til að veita mér innblástur. Það var ein um hann eftir að hann sleit hásina sína,“ sagði Sara. „Hann var að segja þar: Ég var íþróttamaðurinn sem var valinn til að fara í gegnum svona meiðsli til að sýna fólki að það sé hægt að komast í gegnum þetta og vera betri þegar þú kemur til baka,“ sagði Sara. „Ég hugsaði í framhaldinu. Ég verð þessi persóna í CrossFit íþróttinni. Ég sleit krossbandið og ef það gerist fyrir einhvern annan þá geta þau horft á mig og sagt: Sara tókst það og þá get ég það líka,“ sagði Sara sem ræddi enn frekar hugarfar sitt í tengslum meiðsla. Sara sýndi sjálf mikinn andlegan styrk fyrstu tvo dagana í krefjandi greinum fyrir konu nýkomna úr krossbandsslitum og kláraði keppnina í Dúbaí með glæsibrag á góðum lokadegi. „Ég myndi segja að ég væri í áttatíu prósentunum núna því ég á svo mikið eftir á tankinum,“ sagði Sara. „Mér finnst að þessi keppni hafi sýnt mér að ég sé á réttri leið. Í jafnhendingunni hugsaði til dæmis ekki einu sinni um að slíta krossbandið aftur. Ég lyfti síðan 12,5 kílóum meira en ég hafði gert þangað til með nýja krossbandið,“ sagði Sara en hún sleit einmitt krossbandið sitt í samskonar æfingu í mars 2021. „Ég sá að hugurinn minn er að koma aftur, ég er farinn að treysta líkamanum betur og ég er að verða sterkari. Ef eitthvað er þá hefur þetta minnt mig á því af hverju ég er að þessu,“ sagði Sara. Næst á dagskrá hjá Söru er að keppa á Wodapalooza mótinu í Miami seinna í þessum mánuði. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan en það er um tuttugu mínútur. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=4voeOGzAH9w">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira