Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. janúar 2022 13:01 Alls greindust 314 með kórónuveiruna á landamærunum í gær sem er metfjöldi. Vísir/Vilhelm Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. Alls greindust 1063 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og fækkar heildarfjölda þeim lítilega milli daga. Á landamærunum greindist aftur á móti met fjöldi með veiruna, eða alls 314 manns. Fyrra met var frá 3. janúar þegar 177 greindust smitaðir. 32 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að rekja megi þann mikla fjölda sem greindist á landamærunum í gær að miklu leiti til Íslendinga sem voru að koma heim úr fríi, til að mynda frá Tenerife. „Það er eiginlega ekkert sem er að koma okkur á óvart, það var alveg vitað að það var mikill fjöldi Íslendinga erlendis yfir jól og áramót, og eins mikið af erlendu verkafólki sem er að starfa hérna á Íslandi,“ segir Arngrímur. „Það var viðbúið þegar að þessi hópur myndi snúa til baka að það yrðu einhver smit, vegna þess að það eru náttúrulega mikil smit í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Arngrímur. Hann segir stöðuna á flugvellinum ágæta um þessar mundir þegar kemur að sýnatökum, þó að það sé ákveðið áhyggjuefni hjá starfsmönnum hve margir eru að greinast smitaðir. Álagið komi þó í bylgjum, sérstaklega þegar Íslendingar koma heim þar sem þeir sækja frekar í sýnatökur á flugvellinum. „Það koma þessir svona dagar þar sem það eru það mörg flug, sérstaklega með Íslendinga á sama tíma, eins og gerðist þarna í fyrradag. Þá óhjákvæmilega myndast röð en þarna voru þúsund manns að koma á innan við klukkutíma ofan í önnur flug sem voru síðan að koma líka,“ segir Arngrímur. „Þetta var hálfgert einsdæmi en þetta getur gerst öðru hverju en að öllu jöfnu er mjög lítil eða jafnvel engin bið að komast hérna í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Hann segir viðbúið að tölur yfir fjölda smitaðra á landamærunum næstu daga verði háar. „Kannski ekki alveg svona háar tölur, þetta var dálítið sérstakt að fá svona stóran hóp heim í einu af Íslendingum sem voru að koma úr fríi, en já við megum búast við því að það verði nokkuð háar tölur næstu daga, en misjafnt milli daga,“ segir Arngrímur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05 Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05 Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Alls greindust 1063 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og fækkar heildarfjölda þeim lítilega milli daga. Á landamærunum greindist aftur á móti met fjöldi með veiruna, eða alls 314 manns. Fyrra met var frá 3. janúar þegar 177 greindust smitaðir. 32 eru nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19. Sjö eru á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, segir að rekja megi þann mikla fjölda sem greindist á landamærunum í gær að miklu leiti til Íslendinga sem voru að koma heim úr fríi, til að mynda frá Tenerife. „Það er eiginlega ekkert sem er að koma okkur á óvart, það var alveg vitað að það var mikill fjöldi Íslendinga erlendis yfir jól og áramót, og eins mikið af erlendu verkafólki sem er að starfa hérna á Íslandi,“ segir Arngrímur. „Það var viðbúið þegar að þessi hópur myndi snúa til baka að það yrðu einhver smit, vegna þess að það eru náttúrulega mikil smit í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Arngrímur. Hann segir stöðuna á flugvellinum ágæta um þessar mundir þegar kemur að sýnatökum, þó að það sé ákveðið áhyggjuefni hjá starfsmönnum hve margir eru að greinast smitaðir. Álagið komi þó í bylgjum, sérstaklega þegar Íslendingar koma heim þar sem þeir sækja frekar í sýnatökur á flugvellinum. „Það koma þessir svona dagar þar sem það eru það mörg flug, sérstaklega með Íslendinga á sama tíma, eins og gerðist þarna í fyrradag. Þá óhjákvæmilega myndast röð en þarna voru þúsund manns að koma á innan við klukkutíma ofan í önnur flug sem voru síðan að koma líka,“ segir Arngrímur. „Þetta var hálfgert einsdæmi en þetta getur gerst öðru hverju en að öllu jöfnu er mjög lítil eða jafnvel engin bið að komast hérna í sýnatöku,“ segir Arngrímur. Hann segir viðbúið að tölur yfir fjölda smitaðra á landamærunum næstu daga verði háar. „Kannski ekki alveg svona háar tölur, þetta var dálítið sérstakt að fá svona stóran hóp heim í einu af Íslendingum sem voru að koma úr fríi, en já við megum búast við því að það verði nokkuð háar tölur næstu daga, en misjafnt milli daga,“ segir Arngrímur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Íslendingar erlendis Lögreglumál Tengdar fréttir Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05 Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05 Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Óbreyttar reglur á landamærunum Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar. 4. janúar 2022 14:05
Útlit fyrir hertar sóttvarnareglur á Tenerife Útlit er fyrir að Tenerife í Kanaríeyjum verði sett á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig vegna Covid-19 á næstu dögum. Við það herðast reglurnar varðandi hvað má gera á eyjunni, hve margir mega koma saman og hvar. 5. janúar 2022 14:05
Íhuga að létta sóttkví fólks með örvunarskammt Til skoðunar er hvort hægt sé að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum í ljósi þess mikla fjölda sem er nú sendur í sóttkví á hverjum degi. Verða þær fyrirætlanir kynntar nánar á næstu dögum. 5. janúar 2022 11:19