Hætt að svara fyrirspurnum um niðurstöðu raðgreininga Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2022 13:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biður fólk um að sýna biðlund. Vísir/Vilhelm Unnið er að því bæta aðgengi fólks sem greinst hefur með kórónuveiruna að niðurstöðu raðgreiningar og vonar embætti landlæknis að upplýsingarnar verði aðgengilegar á Heilsuveru á næstu dögum. Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Fram að þessu hefur verið hægt að óska eftir niðurstöðum frá embættinu með sérstakri umsókn en stóraukinn áhugi leiddi til þess að erfitt hefur reynst fyrir starfsmenn að vinna úr öllum beiðnunum. Í dag var lokað fyrir þennan möguleika og verður fyrirspurnum um hvaða afbrigði einstaklingar hafa greinst með ekki lengur svarað hjá embætti landlæknis eða annars staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sóttvarnalækni en um 90% Covid-19 sýkinga innanlands eru í dag af ómíkron afbrigðinu og restin vegna delta. Tekur eina til tvær vikur að fá niðurstöður Íslensk erfðagreining hefur annast allar raðgreiningar vegna Covid-19 hérlendis fyrir hönd sýkla- og veirufræðideildar Landspítala og sóttvarnalæknis. Öll jákvæð sýni eru raðgreind en að sögn sóttvarnalæknis tekur það allt upp í eina til tvær vikur að fá niðurstöður. Einstaklingar eru nú beðnir um að sýna biðlund og nálgast þessar upplýsingar inn á Heilsuveru þegar þær verða þar tiltækar. Handvirkt ferli sem var ekki hannað fyrir slíkan áhuga Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir í samtali við Vísi að sprenging hafi verið í umsóknum um aðgang að niðurstöðu raðgreininga í gær, ofan í aukningu síðustu daga. Mjög eðlilegt sé að fólk hafi áhuga á að vita hvort það hafi greinst með ómíkron eða delta afbrigðið í ljósi umræðu síðustu vikna. Margar fyrirspurnir hafi borist í gegnum netspjallið á Covid.is þar sem fólki hafi verið bent á umsóknarferlið. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðamaður landlæknis. Vísir/Vilhelm Hann segir mikla vinnu hafa fylgt því að veita einstaklingum aðgang að upplýsingunum og því mjög jákvætt að þær verði brátt aðgengilegar öllum á Heilsuveru. „Þessi lausn sem við erum með í gangi núna styður ekki við svona mikla eftirspurn og þess vegna þurfum við að gera þetta notendavænna fyrir almenning og líka þægilegra fyrir okkur,“ segir Kjartan. Gert sé ráð fyrir því að þessi áhugi muni minnka til muna þegar ómíkron nær alfarið yfirhöndinni hér á landi og lítill vafi verður á því hvaða afbrigði fólk greinist með.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent