Kvikmyndin Don’t Look Up slær met Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2022 17:37 Upptalning frá vinstri hlið: Jonah Hill, Meryl Streep, Leonardo DiCaprio og Jennifer Lawrence. Getty/Kevin Mazur Kvikmyndinni Don’t Look Up, sem frumsýnd var á streymisveitunni Netflix á aðfangadag, hefur farið fram úr björtustu vonum framleiðenda. Leikstjórinn segist orðlaus. Aldrei hefur verið horft jafnmikið á staka mynd á streymisveitunni á einni viku, en kvikmyndinni var streymt í yfir hundrað og fimmtíu milljónir klukkutíma yfir hátíðarnar. Tímaritið People greinir frá. Kvikmyndin fjallar um tvo vísindamenn sem uppgötva halastjörnu sem mun rekast á jörðina. Vandinn er sá að almenningur er svo upptekið af fréttum af frægum að það nennir enginn að pæla í halastjörnunni. Söguhetjurnar þurfa þá að grípa til sinna ráða. Stórskotalið leikara kemur við sögu en þar má meðal annars nefna Leonardo DiCaprio, Jennifer Lawrence, Meryl Streep, Jonah Hill ásamt fleirum vel þekktum leikurum. Þá kemur söngkonan Ariana Grande einnig reglulega fram í myndinni. Myndin er nú í þriðja sæti yfir þær kvikmyndir sem hlotið hafa mest áhorf á fyrsta mánuði frá frumsýningardegi og er því rétt á eftir myndunum Bird Box og Red Notice. Adam McKay, leikstjóri Don’t Look Up, segist algjörlega orðlaus yfir viðtökunum. I’m straight up flabbergasted by this.#DontLookUp https://t.co/gIjxtS6LXS— Adam McKay (@GhostPanther) January 5, 2022 Netflix Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Aldrei hefur verið horft jafnmikið á staka mynd á streymisveitunni á einni viku, en kvikmyndinni var streymt í yfir hundrað og fimmtíu milljónir klukkutíma yfir hátíðarnar. Tímaritið People greinir frá. Kvikmyndin fjallar um tvo vísindamenn sem uppgötva halastjörnu sem mun rekast á jörðina. Vandinn er sá að almenningur er svo upptekið af fréttum af frægum að það nennir enginn að pæla í halastjörnunni. Söguhetjurnar þurfa þá að grípa til sinna ráða. Stórskotalið leikara kemur við sögu en þar má meðal annars nefna Leonardo DiCaprio, Jennifer Lawrence, Meryl Streep, Jonah Hill ásamt fleirum vel þekktum leikurum. Þá kemur söngkonan Ariana Grande einnig reglulega fram í myndinni. Myndin er nú í þriðja sæti yfir þær kvikmyndir sem hlotið hafa mest áhorf á fyrsta mánuði frá frumsýningardegi og er því rétt á eftir myndunum Bird Box og Red Notice. Adam McKay, leikstjóri Don’t Look Up, segist algjörlega orðlaus yfir viðtökunum. I’m straight up flabbergasted by this.#DontLookUp https://t.co/gIjxtS6LXS— Adam McKay (@GhostPanther) January 5, 2022
Netflix Mest lesið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Lífið Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Lífið Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Lífið Laufey tróð upp á Coachella Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein