Eini leikur mótsins hingað til sem endaði ekki 1-0 var opnunarleikurinn. Þar tóku heimamenn í Kamerún á móti Búrkína Fasó í leik þar sem heimamenn höfðu betur 2-1.
Eina mark leiksins í kvöld skoraði Aaron Salem Boupendza fyrir Gabon strax á 16. mínútu eftir stoðsendingu frá Louis Ameka Autchanga.
Pierre-Emerick Aubameyang og Mario Lemina voru ekki með Gabon eftir að hafa smitast af kórónuveirunni.
FULL-TIME! ⏰#TeamComors 0️⃣-1️⃣ #TeamGabon
— #TotalEnergiesAFCON2021 🏆 (@CAF_Online) January 10, 2022
It’s a hard-fought victory for the Leopards against Comoros thanks to Aaron Boupendza’s strike ✅#TotalEnergiesAFCON2021 | #AFCON2021 | #COMGAB pic.twitter.com/SiqqHh8zxW
Kómoreyjar eru að taka þátt á alþjóðlegu móti í fyrsta sinn, en aðein 850.000 manns búa á eyjunum sem staðsettar eru á milli meginlands Afríku og Madagaskar.