Þjálfari Bucs: Skrípaleikur ef Brady verður ekki kosinn mikilvægastur í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2022 16:31 Tom Brady veifar til áhorfenda eftir sigur á Carolina Panthers í lokaleik deildarkeppninnar. AP/Mark LoMoglio Bruce Arians, þjálfari Tampa Bay Buccaneers, er á því að hinn 44 ára gamli Tom Brady hafi ekki bara verið besti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili heldur sá langbesti. Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022 NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Brady var að setja persónuleg met með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera að spila þegar jafnaldrar hans hafa verið með skóna upp á hillu í áratug eða meira. „Ég tel að það væri algjör skrípaleikur ef hann verður ekki kosinn mikilvægastur,“ sagði Bruce Arians á fyrsta blaðamannafundi fyrir komandi leik liðsins á móti Philadelphia Eagles í úrslitakeppninni. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) „Hann hefur aldrei klárað fleiri sendingar, kastað fyrir fleiri jördum eða átt fleiri snertimarkssendingar. Hann er með allan pakkann og þetta á ekki að vera spennandi kapphlaup,“ sagði Arians. Tom Brady var efstur í NFL-deildinni í öllum fjórum stærstu tölfræðiþáttum leikstjórndana og varð aðeins sá þriðji sem nær því frá 1991 en hinir eru Drew Brees (2018) og Peyton Manning (2013). Brady endaði tímabilið með að reyna 719 sendingar, 485 af þeim heppnuðust og þær fóru fyrir 5361 jördum og 43 snertimörkum. Enginn hefur áður náð 485 heppnuðum sendingum á einu tímabili en metið átti Drew Brees. NEW CAREER HIGH FOR TOM BRADY Brady set a personal record for passing yards in a season (5,309+) ... AT AGE 44 pic.twitter.com/kCKvpFxqiH— SportsCenter (@SportsCenter) January 10, 2022 Brady hefur þrisvar sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar en það var árin 2007, 2010 og 2017. Hann hefur fimm sinnum verið kosinn sá mikilvægasti í Super Bowl. Mesta samkeppnin um útnefninguna kemur líklegast frá Aaron Rodgers sem á möguleika á að vinna þessi verðlaun annað árið í röð. Brady vs. Rodgers (leader by category this season):Wins: TiePass Yds: BradyPass YPG: BradyPass TDs: Brady4-TD Games: Brady350-Yd Games: Brady"Tom Brady's the MVP. Brady bested Rodgers in everything. Brady had to deal w/ drama, Rodgers created the drama." @Chris_Brouussard pic.twitter.com/onJTKjkK9l— First Things First (@FTFonFS1) January 11, 2022
NFL Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira