Ágreiningur í samböndum eftir barneignir er oft tengdur kynlífi Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 12. janúar 2022 20:01 Barneignum fylgja breytingar í samböndum. Vísir/Vilhelm Theodor Francis Birgisson er klínískur félags- og fjölskylduráðgjafi og segir breytingarnar sem fylgja barneignum oft koma nýjum foreldrum á óvart. Hann kom í Bítið í morgun til þess að ræða breytingarnar sem sambandið og einstaklingarnir geta upplifað. „Það breytist eiginlega allt,“ segir Theodor um ferlið að eignast barn. Hann segir að Ari Eldjárn hafi orðað þetta best í uppistandinu sínu þegar hann segir að það sé nýr konungur mættur á heimilið. Þegar fyrsta barnið kemur eru foreldrarnir sjálfkrafa ekki lengur í fyrsta sæti og með hverju barni sem bætist við fjölskylduna eykst svo ábyrgðin. View this post on Instagram A post shared by Lausnin (@lausnin.is) Theodor segir rannsóknir sýna að á bilinu 70-80% para lendi í alvarlegum vandræðum með sambandið þegar þau upplifa barneignir. Hann bætir við að í rauninni sé það mesta furða að 20-30% séu að sleppa við alvarleg vandræði, því breytingarnar séu svo miklar. Hann segir að móðirin gangi í gegnum alveg gríðarlegar hormónabreytingar og þeim fylgi tilfinningasveiflur. Ágreiningur í samböndum eftir barneignir er oft tengdur kynlífi sem breytist eftir að barnið kemur. „Það er ekkert óalgengt að móðir sem er ný búin að eiga barn, hún hættir að skilgreina sig sem kynveru, hún er bara móðir. Þannig að jafnvel líkami sem áður var notaður til þess að stunda kynlíf og hafa nánd með sínum partner, það er bara ekkert lengur í boði, líkaminn er fyrir barnið núna,“ segir Theodor um breytingarnar sem geta átt sér stað. Það hefur gríðarleg áhrif á sambandið þegar kynlífið raskast bætir hann við. Hann talar um að álagið sem fylgi barneignum lendi oftar en ekki á móðurinni og þá geti myndast togstreita í sambandinu. Hann segir þó að það sé breyting til hins betra hvað feður eru orðnir virkari þátttakendur í uppeldi barna sinna en tíðkaðist áður fyrr. View this post on Instagram A post shared by Lausnin (@lausnin.is) „Það er svo margar tilfinningar sem geta komið upp á yfirborðið og ef við náum ekki að tala um þær að þá förum við að þegja um þær. Að þegja um tilfinningarnar með þessum hætti er eins og að henda kótelettu undir sófa og vona að hún fari. Hún fer ekkert. Hún fer bara að lykta illa og öðlast síðan svolítið sjálfstætt líf og það er það sem sársaukinn gerir innra með okkur ef við tölum ekki um hann.“ Bætir hann við og vill hvetja fólk í samböndum til þess að ræða málin og tala opinskátt um allar tilfinningarnar sem koma fram í þessum nýju aðstæðum. Barneignum fylgir auðvitað líka mikil gleði og gæfa. Hann bætir við að það besta sem hann hafi eignast séu börnin sín og síðan barnabörnin en bendir á að vinnan sem fylgi börnum sé stanslaus og mjög krefjandi. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Bítið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Óvæntar skilnaðartölur í faraldrinum í Svíþjóð Íslenskur prestur búsettur í Svíþjóð segir skilnuðum hafa fækkað verulega þar í landi í kórónuveirufaraldrinum. Fólk neyðist til að ræða saman, leysa hlutina og leiti inn á við. 17. ágúst 2021 11:30 „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11 Hvers vegna stundum við minna kynlíf? Kynlífsfræðingar merkja breytingu á kynlífshegðun Íslendinga. Ungt og einhleypt fólk virðist sækja minna í kynlíf í dag en áður. Hins vegar er fólk í sambúð forvitið um fjölbreyttari möguleika og opin sambönd ryðja sér til rúms 31. janúar 2019 07:30 Til verðandi feðra Mörg pör skilja eftir barneigir. Oft vegna þess að fólk höndlar ekki álagið. Oft vegna þess að feður höndla ekki álagið. Áföll styrkja ekki endilega sambönd. Áföll veikja oft sambönd. Og eins harkalega og það kann að hljóma þá er það oft eins konar áfall að eignast barn. 31. janúar 2014 06:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
„Það breytist eiginlega allt,“ segir Theodor um ferlið að eignast barn. Hann segir að Ari Eldjárn hafi orðað þetta best í uppistandinu sínu þegar hann segir að það sé nýr konungur mættur á heimilið. Þegar fyrsta barnið kemur eru foreldrarnir sjálfkrafa ekki lengur í fyrsta sæti og með hverju barni sem bætist við fjölskylduna eykst svo ábyrgðin. View this post on Instagram A post shared by Lausnin (@lausnin.is) Theodor segir rannsóknir sýna að á bilinu 70-80% para lendi í alvarlegum vandræðum með sambandið þegar þau upplifa barneignir. Hann bætir við að í rauninni sé það mesta furða að 20-30% séu að sleppa við alvarleg vandræði, því breytingarnar séu svo miklar. Hann segir að móðirin gangi í gegnum alveg gríðarlegar hormónabreytingar og þeim fylgi tilfinningasveiflur. Ágreiningur í samböndum eftir barneignir er oft tengdur kynlífi sem breytist eftir að barnið kemur. „Það er ekkert óalgengt að móðir sem er ný búin að eiga barn, hún hættir að skilgreina sig sem kynveru, hún er bara móðir. Þannig að jafnvel líkami sem áður var notaður til þess að stunda kynlíf og hafa nánd með sínum partner, það er bara ekkert lengur í boði, líkaminn er fyrir barnið núna,“ segir Theodor um breytingarnar sem geta átt sér stað. Það hefur gríðarleg áhrif á sambandið þegar kynlífið raskast bætir hann við. Hann talar um að álagið sem fylgi barneignum lendi oftar en ekki á móðurinni og þá geti myndast togstreita í sambandinu. Hann segir þó að það sé breyting til hins betra hvað feður eru orðnir virkari þátttakendur í uppeldi barna sinna en tíðkaðist áður fyrr. View this post on Instagram A post shared by Lausnin (@lausnin.is) „Það er svo margar tilfinningar sem geta komið upp á yfirborðið og ef við náum ekki að tala um þær að þá förum við að þegja um þær. Að þegja um tilfinningarnar með þessum hætti er eins og að henda kótelettu undir sófa og vona að hún fari. Hún fer ekkert. Hún fer bara að lykta illa og öðlast síðan svolítið sjálfstætt líf og það er það sem sársaukinn gerir innra með okkur ef við tölum ekki um hann.“ Bætir hann við og vill hvetja fólk í samböndum til þess að ræða málin og tala opinskátt um allar tilfinningarnar sem koma fram í þessum nýju aðstæðum. Barneignum fylgir auðvitað líka mikil gleði og gæfa. Hann bætir við að það besta sem hann hafi eignast séu börnin sín og síðan barnabörnin en bendir á að vinnan sem fylgi börnum sé stanslaus og mjög krefjandi. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Bítið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Óvæntar skilnaðartölur í faraldrinum í Svíþjóð Íslenskur prestur búsettur í Svíþjóð segir skilnuðum hafa fækkað verulega þar í landi í kórónuveirufaraldrinum. Fólk neyðist til að ræða saman, leysa hlutina og leiti inn á við. 17. ágúst 2021 11:30 „Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11 Hvers vegna stundum við minna kynlíf? Kynlífsfræðingar merkja breytingu á kynlífshegðun Íslendinga. Ungt og einhleypt fólk virðist sækja minna í kynlíf í dag en áður. Hins vegar er fólk í sambúð forvitið um fjölbreyttari möguleika og opin sambönd ryðja sér til rúms 31. janúar 2019 07:30 Til verðandi feðra Mörg pör skilja eftir barneigir. Oft vegna þess að fólk höndlar ekki álagið. Oft vegna þess að feður höndla ekki álagið. Áföll styrkja ekki endilega sambönd. Áföll veikja oft sambönd. Og eins harkalega og það kann að hljóma þá er það oft eins konar áfall að eignast barn. 31. janúar 2014 06:00 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Óvæntar skilnaðartölur í faraldrinum í Svíþjóð Íslenskur prestur búsettur í Svíþjóð segir skilnuðum hafa fækkað verulega þar í landi í kórónuveirufaraldrinum. Fólk neyðist til að ræða saman, leysa hlutina og leiti inn á við. 17. ágúst 2021 11:30
„Fjórðungur para skilur þegar barnið er á leikskólaaldri eða yngra“ „Konur kvarta undan skort á stuðningi og að makinn sé ekki til staðar fyrir þær, þetta leiðir af sér einmanaleika. Karlar kvarta oft undan of mörgum rifrildum og of litlu kynlífi. Það sem er áhugavert hér er að vandinn er af sama grunni, bæði eru einmana og þrá meiri nánd.“ Þetta segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í viðtali við Makamál. 9. febrúar 2021 20:11
Hvers vegna stundum við minna kynlíf? Kynlífsfræðingar merkja breytingu á kynlífshegðun Íslendinga. Ungt og einhleypt fólk virðist sækja minna í kynlíf í dag en áður. Hins vegar er fólk í sambúð forvitið um fjölbreyttari möguleika og opin sambönd ryðja sér til rúms 31. janúar 2019 07:30
Til verðandi feðra Mörg pör skilja eftir barneigir. Oft vegna þess að fólk höndlar ekki álagið. Oft vegna þess að feður höndla ekki álagið. Áföll styrkja ekki endilega sambönd. Áföll veikja oft sambönd. Og eins harkalega og það kann að hljóma þá er það oft eins konar áfall að eignast barn. 31. janúar 2014 06:00