„Náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. janúar 2022 19:16 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún segir að ekki sé hægt að leggja meira á heilbrigðisstarfsfólk. Vísir/Egill Formaður Læknafélags Íslands og formaður Félags hjúkrunarfræðinga kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við því mikla álagi sem sé á heilbrigðisstarfsfólk, til dæmis með tímabundnum álagsgreiðslum í faraldrinum. Ekki sé hægt að leggja það á fólk árum og mánuðum saman að einangra sig og vinni ítrekað langt um fram eðlilega vinnuskyldu. „Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það er engin spurning, út af því ástandi sem núna varir og fólk er búið að vera að vinna í er langt umfram eðlilega vinnuskyldu eða það sem hægt er að krefjast af fólki,” segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, lagði til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag í pistil sem hún skrifaði á Vísi í gær. Guðbjörg tekur undir þetta og segir að líta megi á þetta sem ákveðna vertíð; starfsfólk einangri sig í skiptum fyrir þóknun. „Fólk hefur nú þegar verið að gera það. Það hefur verið að einangra sig frá heimilum, frá restinni af fjölskyldunni, til þess að geta farið á næstu vakt. Það fer jafnvel út fyrir heimilið og gistir annars staðar. Það hafa ekki verið neinar greiðslur eða neitt fyrir það.” Þá þurfi allir að leggjast á eitt; ekki síst vegna fjölda barna sem séu að smitast. „Það er byrjað að bólusetja þau sem betur fer. Þau stunda skóla, þau veikjast, það fóru tólf hundruð í skimun í gær – til þess eins að halda uppi einstaklingsfrelsi. Fyrir hvað? Okkur fullorðna fólkið sem er tví- og þríbólusett. Ég set mjög stórt spurningarmerki við stöðuna eins og hún er og það sem börnin þurfa að ganga í gegnum,” segir Guðbjörg. „Nú er það bara þannig, með eða án minnisblaðs, að við þurfum að taka okkur saman í andlitinu og fara eftir reglunum sem við vitum hverjar eru. Höldum okkur til hlés og náum þessu niður áður en við göngum af heilbrigðiskerfinu dauðu.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira