Átta milljónir Englendinga stunda áhættusama drykkju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. janúar 2022 08:41 Gögn sýna að fólk situr lengur við þegar það drekkur heima en þegar það fer út á lífið. Milljónir Breta neyta nú áfengis í hættulegu magni heima hjá sér. Ástæðuna má að einhverju leyti rekja til þess að fleiri drekka nú heima en á öldurhúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Frá þessu greinir The Guardian, sem segir fjölda Breta nú vera að valda sjálfum sér „þöglum skaða“ með hættulega mikilli drykkju heima fyrir. Sérfræðingar segja áhættusama áfengisneyslu hafa aukist til muna í kórónuveirufaraldrinum. Samkvæmt þeirri opinberu stofnun sem fylgist með lýðheilsu Breta drekka átta milljón manns á Englandi nú svo mikið af léttvíni, bjór og sterkara áfengi að neyslan er skaðleg heilsu þeirra. Julia Sinclair hjá Royal College of Psychiatrists segir hluta vandans að eftir að fólk fór að drekka heima í auknum mæli í kórónuveirufaraldrinum, sitji það lengur að sumbli en það myndi gera úti á lífinu. Nýjar tölur, sem byggja á könnunum YouGov, sýna að 18,1 prósent fullorðinna á Englandi stunduðu áhættusama drykkju í ágúst, september og október á síðasta ári. Sama hlutfall var 12,4 prósent í febrúar 2020, áður en kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Á Bretlandseyjum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að fólk takmarki drykkju við 14 einingar á viku, sem jafngildir 14 litlum vínglösum eða rétt tæplega þrír lítrar af bjór. Skaðleg eða hættuleg drykkja er skilgreind útfrá því hversu oft fólk drekkur, hversu mikið í einu, hvort fólk finnur til samviskubits eftir drykkjuna og hvort drykkjan hefur áhrif á daglegt líf. Tvöfalt fleiri menn en konur stunda áhættusama drykkju. Sinclair segir nýjustu gögn sýna að fólk sé enn að kljást við óvissu og kvíða vegna kórónuveirufaraldursins og þá hafi sumir komið sér upp venjum þar sem áfengisneysla komi við sögu. Hún segist gera ráð fyrir að það muni taka nokkurn tíma fyrir neyslumynstrið að ganga til baka. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Áfengi og tóbak Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira