Urðu að reyna að hlífa kennurum við álaginu sem fylgdi tvöfaldri kennslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. janúar 2022 11:56 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Framboð á fjarkennslu í framhaldsskólum hefur minnkað eftir að Félag framhaldsskólakennara lagðist gegn því að kennarar þyrftu að halda henni úti, sökum álags. Formaður félagsins segist skilja áhyggjur af því að þetta geti hamlað aðgengi nemenda að námi en kennarar verði einnig að geta stundað góða kennsluhætti. Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Salvör Norðdal umboðsmaður barna viðraði áhyggjur af því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að börn kunni að dragast aftur úr í námi, þurfi þau ítrekað að sæta sóttkví eða einangrun. Mikilvægt væri að öll börn sætu við sama borð. Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara segir að í fyrrahaust, þegar útlit var fyrir enn eitt skólaárið markað af heimsfaraldri, hafi félagið ákveðið að leggjast gegn því að kennurum yrði gert að streyma kennslustundum. „Þetta var einum þræði gert til þess að reyna að hlífa kennurum við þessu álagi sem er búið að dynja á þeim við að kenna í rauninni með tvöföldum hætti.“ Öðrum þræði hafi málið snúist um góða kennsluhætti. „Menn þurfa að átta sig á því að það er ekki hver sem er sem gerir góða kennslustund úr þessum aðstæðum. Menn þurfa að vera syndir sem selir í tækniheiminum og í því að hreyfa sig um og þjóna þeim sem eru á staðnum og utan frá, sem eru kannski heima í herbergi og jafnvel uppi í rúmi að fylgjast með.“ Tækifæri til að hvetja nemendur í þriðju sprautu Framhaldsskólanemar sem aðeins hafa fengið tvær bólusetningar eru ekki undanþegnir hefðbundinni sóttkví og dæmi eru um að þeir geti því ekki sótt nám eins og félagar þeirra sem hafa fengið þrjár sprautur, þegar streymi frá tímum er ekki í boði. Inntur eftir því hvort félagið hafi áhyggjur af því að það að takmarka aðgengi að fjarkennslu hafi áhrif á jafnan rétt barna til náms segir Guðjón það gríðarlega mikilvægt að nemendur geti sinnt námi sínu - eins og það sé lagt upp af kennurum. „Ef kennari leggur upp sína kennslu sem staðkennslu þá er mætingin auðvitað gríðarlega mikilvæg. Þetta er líka tækifæri til að benda nemendum og öllum á að drífa sig í þessa þriðju bólusetningu og bólusetja sig að fullu, til þess að vera sem best varinn og geta sinnt þessu.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira