Við hefjum leik strax klukkan 07:00 þegar fyrstu menn eiga rástíma á Abu Dhabi Championship á Stöð 2 Golf.
Golfáhugamenn þurfa þó ekki að örvænta þó þeir hafi sofið yfir sig því klukkan 17:00 er Tournament of Champions á dagskrá á Stöð 2 Golf. Klukkan 20:00 hefst svo útsending frá The American Express á PGA-mótaröðinni á sömu rás.
Þá eru tveir leikir á dagskrá í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Klukkan 18:05 hefst útsending frá viðureign ÍR og Breiðablik á Stöð 2 Sport og að þeim leik loknum verður skipt yfir í Garðabæinn þar sem Stjarnan tekur á móti Keflavík.
Subway Körfuboltakvöld verður svo á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 22:00 þar sem farið verður yfir all það helsta úr leikjum kvöldsins.
Að lokum heldur Ljósleiðaradeildin í CS:GO áfram að rúlla á Stöð 2 eSport frá klukkan 20:15.
https://stod2.is/framundan-i-beinni/https://stod2.is/framundan-i-beinni/