Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 11:30 Frá heræfingum í Rússlandi í desember. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara. Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara.
Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23
„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09