Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2022 14:45 Engum datt í hug að vera með grímu þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í gær. Forseti Íslands var gestgjafi en á myndinni má sjá Heiðar Inga Svansson formann Fibut flytja ávarp. skjáskot/ruv Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin og ávarpaði salinn en gestir voru fimmtíu. Sem sátu prúðbúnir og grímulausir. Heiðar Ingi Svansson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem hafa veg og vanda að verðlaunum, vill ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því. „No comment,“ segir formaðurinn og bendir á að viðburðurinn sé á forræði forsetaskrifstofunnar og Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið fær undanþágu frá reglum Morgunblaðið leitaði svara við þessu álitaefni á sinni fréttavakt í gær en í blaðinu í morgun má lesa svör Sifjar Gunnarsdóttur forsetaritara við spurningum um hvort þarna hafi verið farið á svig við reglur. Á daginn kemur að Ríkisútvarpið og skrifstofa forseta Íslands fengu sérstaka undanþágu frá almennum sóttvarnareglum vegna þessa atburðar. „Rúv, í svona upptöku, er með undanþágu þannig að við sátum þarna með öllum, öllu tæknifólki og starfsfólki, og það voru undir 40 manns,“ sagði Sif í samtali við Morgunblaðið spurð í hvaða sóttvarnaregluflokk viðburðurinn hefði fallið. Sif segir að Rúv megi við slík upptökuskilyrði vinna með 40 manns í tilteknu rými. Að sögn Sifjar hefur Ríkisútvarpið sérstakar heimildir þegar slíkar aðstæður koma upp og þá að bil sé milli fólks og 40 manns sé í rýminu. En samkvæmt reglum má hafa allt að 50 manns á sitjandi sviðslistarviðburðum ef; a) allir gestir séu sitjandi og ekki andspænis hver öðrum, b) Allir gestir noti andlitsgrímu (sem ekki var við afhendingu verðlaunanna), ekki séu seldar áfengisveitingar fyrir, á meðan og eftir að honum lýkur og d) að viðstaddir haldi kyrru fyrir í sætum sínum ef hlé er gert á viðburðinu. Það sem höfðingjarnir hafast að Einn sem tekið hefur málið upp á sinni Facebooksíðu er Leifur Ragnar Jónsson: „Hvers lags grín eru þessar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir ? Mega koma fleiri en 10 saman ef að er partý á Bessastöðum? Þvílík hræsni og auðvitað í beinni á RÚV. Til að minna okkur á að það eru ekki öll jöfn fyrir reglunum?“ Nokkur umræða er í athugasemdum á Facebooksíðu Leifs Ragnars: „Ef forseti Íslands meinar orð af því sem hann hefur sagt þjóðinni í faraldrinum, hefði átt að ganga á undan með góðu fordæmi og setja upp grímu,“ segir einn og annar telur þetta lélegt. Almennt vilja þeir sem leggja orð í belg meina að það sem „höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það,“ eins og segir í Passíusálmunum. Og það séu nú ekki góðar tvíbökur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bókmenntir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira