„Held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2022 12:30 Þráinn Orri Jónsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir sigurinn á Svartfellingum. getty/Jure Erzen Strákarnir í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar voru afar hrifnir af innkomu Þráins Orra Jónssonar í sigri Íslands á Svartfjallalandi á EM í gær. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Sjá meira
Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn en hann var kallaður út til Búdapest vegna mikilla forfalla sökum kórónuveirusmita. Þráinn kom ekkert við sögu í leiknum gegn Króatíu en spilaði um hálftíma í sigrinum örugga á Svartfjallalandi í gær. Það var í fyrsta sinn sem Þráinn, sem er 28 ára, kom inn á í landsleik á ferlinum. „Menn koma ekki inn af bekknum heldur úr slæmri meðferð hjá Haukum,“ sagði Róbert Gunnarsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Hann skaut þarna létt á félaga sinn, Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur stýrt æfingum Hauka að undanförnu. Í viðtali við Vísi eftir leikinn í gær sagði Þráinn að æfingar Ásgeirs væru þær leiðinlegustu sem hann hefði farið á en gagnlegar þó. „Hann var þvílíkt flottur. Það má segja það um alla þessa stráka, í öllu þessu covid fíaskói, hafa menn virkilega tekið við keflinu og staðið sig frábærlega,“ sagði Róbert. Þráinn skoraði tvö mörk í leiknum í gær, fiskaði eitt vítakast og lét til sín taka í íslensku vörninni. „Ég held að mér hafi sjaldan verið komið jafn jákvætt á óvart og með hans frammistöðu. Ekki því hann er svo lélegur heldur að hann hefur aldrei hitt Guðmund og þessa gaura áður. Hann mætti bara, spilaði ekkert í fyrsta leiknum en kom svo inn á í gær og var þrusugóður,“ sagði Ásgeir. „En það er gott að hann er í góðri æfingu og í góðu formi,“ bætti Ásgeir við í léttum dúr. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Sjá meira